Langbrókarreið og mót

Langbrókarreið föstudaginn 8. apríl

Kvennadeildin ákvað að aflýsa Langbrókarmóti og halda frekar Langbrókarreið  föstudaginn 8. apríl sem er skipulögð á þennan hátt:

  • Mæting í Naflann okkar kl. 18:30 með skreytta reiðhjálma
  • Lagt af stað  í Varmadal í síðasta lagi 18:40
  • Í Varmadal bíða okkar léttar veitingar á þjóðlegan hátt
  • Höldum keppni í bjórreið á skeiðvelli Varmadals. Keppt... verður uim hver hefur mest í könnunni. ATH ekki kappreið.
  • Verðlaun veitt fyrir flottasta/frumlegasta hatta/hjálma skrautið og bjórreið
  • Farið til baka - að verðlaunaafhendingu lokinni - ekki ákveðið hvenær það verður - fer eftir þáttöku
  • Þegar heim er komið þá er Diskó kúlan í Gýmishúsinu á fullum snúningi og Zumba upp á borðum
  • Gleði og glaumur skulu höfð með og vel nýtt

Nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku annað hvort á hópasíðunni okkar á facebook Harðar-konur eða senda netpóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 19:00 fimmtudaginn 7. apríl.

Ferðin verður ekki farin ef ekki næst sæmileg þáttaka.

Vonumst til að sjá sem flestar,

Kveðja

Stjórnin