Ferð til Gustskvenna

Harðar - konur

vikulegi reiðtúrinn okkar verður með óhefbundnu sniði þessa vikuna.

Hin árlega ferð til Gustskvenna.

Gustkonur taka á móti konum úr nágrannahestamannafélögum föstudaginn 29. apríl nk. Lagt er af stað frá Gusti kl. 18.15 og glæsisveinar bjóða upp á hressingu við Vífilstaðavatn kl. 19. Í Glaðheimum borðum við saman og skemmtum okkur. Aðgangur er 1.500 kr.

Til að auðvelda okkur  Harðar - konum að geta tekið þátt í fjörinu ætlar hestaflutningabíll að koma að sækja hestana okkar og koma þeim til baka líka.  Verð á pr. hest er 1.500 kr.

Bíllinn leggur af stað frá Naflanum kl. 17. og keyrir hestana inní Gust. Þegar við komum til baka úr reiðtúrnum tekur hann hestana til baka, en við förum inn og borðum og skemmtum okkur.  Það verður hver og ein að sjá um að einhver taki á móti sínum hesti þegar bíllinn kemur heim aftur.

Verðið fyrir flutninginn fram og til baka er kr. 1.500.  Lágmarksfjöldi þátttakanda er 10.

Þær sem ætla að koma með vinsamlegast leggið inn 1.500 kr. á reikning 0101-26-741026 kt. 180667-5209 og sendið póst með staðfestingu greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 20 n.k. fimmtudag.

Síðast var rosa-gaman. 

Stjórnin

Langbrókarreið og mót

Langbrókarreið föstudaginn 8. apríl

Kvennadeildin ákvað að aflýsa Langbrókarmóti og halda frekar Langbrókarreið  föstudaginn 8. apríl sem er skipulögð á þennan hátt:

  • Mæting í Naflann okkar kl. 18:30 með skreytta reiðhjálma
  • Lagt af stað  í Varmadal í síðasta lagi 18:40
  • Í Varmadal bíða okkar léttar veitingar á þjóðlegan hátt
  • Höldum keppni í bjórreið á skeiðvelli Varmadals. Keppt... verður uim hver hefur mest í könnunni. ATH ekki kappreið.
  • Verðlaun veitt fyrir flottasta/frumlegasta hatta/hjálma skrautið og bjórreið
  • Farið til baka - að verðlaunaafhendingu lokinni - ekki ákveðið hvenær það verður - fer eftir þáttöku
  • Þegar heim er komið þá er Diskó kúlan í Gýmishúsinu á fullum snúningi og Zumba upp á borðum
  • Gleði og glaumur skulu höfð með og vel nýtt

Nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku annað hvort á hópasíðunni okkar á facebook Harðar-konur eða senda netpóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 19:00 fimmtudaginn 7. apríl.

Ferðin verður ekki farin ef ekki næst sæmileg þáttaka.

Vonumst til að sjá sem flestar,

Kveðja

Stjórnin

Kvennareið Harðar í Gunnunes

Gaman á grænu (ljósm. Bjarni Guðmundsson) N.k. laugardag 15.maí ætlum við að fara í okkar árlega reiðtúr út í Gunnunes.  Eins og í fyrra ríðum við yfir fjörurnar og út í Gunnunes, þar sem við áum og tökum lagið og höfum gaman af.  Fararstjóri verður Lilla.

Lagt af stað frá Naflanum kl. 12.45. 

Kvennadeild Harðar

Jólakonukvöld í Gusti

jolakonukvoldauglysingGustskonur verða með JÓLAKONUKVÖLD 2. desember klukkan 20.00.

Frítt inn fyrir frábæra skemmtun. 

Sjá nánar með því að smella á myndina.

Harðarkonur, nýtum tækifærið til að hitta fleiri skemmtilegar konur. 

Kvennaóvissuferð

kafagrasHæ, hó allar konur!

Nú ætlar kvennadeildin að fara í síðustu ferðina á árinu nk. laugardag þann 6.júní 2009. Þetta verður einna hesta ferð. Farastjóri verður Lilla, lagt af stað frá Naflanum kl. 16.00-16.30

Allar að mæta og taka með gesti

Nánari upplýsingar gefur Stína í GSM 660-1466

Frá Kvennadeild Harðar

Kæru Harðarkonur, þá er komið að óvissuferðinni sem auglýst var að átti að vera í mars.

Hún verður með óhefðbundnu sniði því við ætlum að fara á Kvennatöltið í Gustshöllinni sem haldið verður laugardaginn n.k. 12.apríl og styðja við bakið á þeim Harðarkonum sem keppa.  Dagskrá mótsins hefur enn ekki verið gefin út en áætlað er að það hefjist um hádegið með forkeppni og úrslitum kl.20:00, dagskráin verður auglýst á gustarar.is.  Við áætlum að mæta strax í upphafi keppni.  Við stefnum á að fá okkur léttan málsverð á Players seinni partinn.

 Eftir úrslitakeppnina sem reikna má með að ljúki um miðnætti ætlum við að fara á ball í Harðarbóli og hitta þar karlana okkar.

Stína verður með símann á sér s:660-1466.  Komið og eigið skemmtilegan dag saman.

 

f.h. Kvennadeildar Harðar

Kristín Halldórsdóttir

Þorrahringur Harðarkvenna

Jæja stelpur,þá er Þorrinn kominn og þó hann spái köldu á föstudaginn n.k.
1.febrúar þá látum við það ekki bíta á okkur.
Við ætlum að hittast við Gýmishúsið, húsið opnar um kl.18:00 og við ætlum að
leggja af stað ekki seinna en 18:30 svo við náum sæmilegri birtu.
Við munum ríða einn Flugvallarhring og hittast svo aftur í Gýmishúsinu þar sem
boðið verður uppá heitt kakó með góðum styrkleik og léttar veigar.
Allar að mæta, nýjar sem gamlar Harðarkonur, þetta er tilvalið tækifæri til að
kynnast sem flestum.

Allar frekari upplýsingar eru góðfúslega veittar í símum:
Kristín:660-1466
Ragnhildur:893-4671
Sveinfríður:867-6179

Stelpur Stelpur

Nú er komið að því að kvennadeildin fari í sína fyrstu ferð

Farið verður í fjöruferð með Lillu sem farastjóra þann  14 mars.

Áætluð brottför úr hverfinnu um hádegisbil nánari tímasetning auglýst í næstu viku á heimasíðu Harðar.

Stelpur reynum að mæta sem flestar og taka með okkur vinkonur

Kveðja kvennadeildin