Umsjónaraðili í félagshesthúsi óskast.

Hestamannafélagið Hörður óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka við umsjón á félagshesthúsi Harðar. Starfið er kjörið fyrir þá sem eru með mikla reynslu í hestum og hafa áhuga á að miðla þeirri þekkingu áfram til unga fólks, hafa þekkingu á námskeiðahaldi og færni í samskiptum. Um er að ræða hlutastarf greitt í tímavinnu og vinnutími er eftir samkomulagi.  Reiknað er með fastri viðveru 2 tíma á viku.  Ekki er um reiðkennslu að ræða.

Aldurstakmark er 20 ára.

 

Tímabilið er frá miðjum september til maí loka.

Helstu verkefni og ábyrgð:

- Umsjónaraðili sér um samskipti við þátttakendur félagshesthússins og aðstandendur þeirra

- Skipulag ýmissa viðburða í samstarfi við æskulýðsnefnd eins og hindrunarstökksnámskeið, ratleik, þrifadag og fleira.

- Hjálpa þáttakendum í félagshesthúsinu við allt tilfallandi í hesthúsinu. Allt frá að aðstoða við að fara í reiðtúr til að leiðbeina við skítmokstur, spónamagn og aðra umhirðu, meðferð reiðtygja og svo framvegis..

Áhugasamir hafi samband við Sonju í síma 8659651 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem allra fyrst.