Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2024 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu.

Í boði eru 10 pláss á þessu ári.

Félagshesthúsatímabilið er frá nóvember til loka maí og þátttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið. Mánuðurinn kostar 28.000 kr.  Hægt er að nota frístundaávísun sem hluta greiðslu.

Meðlimir í félagshesthúsi fá hesthúsapláss (með spæni og heyi) í Blíðubakkahúsi og hjálp frá leiðbeinanda 1-2 í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá.  Á tveggja vikna fresti verðum við með fræðsluerindi eða verklegan viðburð fyrir félagshesthúsafólkið (sírkustrix, hestanudd, hringteymingar, skipta faxi, skyndihjálp og svo framvegis, allt eftir óskum þátttakenda), farið í reiðtúr eða eitthvað annað skemmtilegt gert saman.

Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:

  • Hesturinn sem verið er með þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn.
  • Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig þegarstarfið hefst.
  • Hestarnir eru teknir á hús í byrjun nóvember og þeir eiga allir að vera komnir á hús fyrsta helgina við október . Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshúss sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhvervafaatriði verður dýralæknir kallaður til.
  • Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu, járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir,tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.
  • Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgegni, framkomu og viðveru í félagshúsinu.
  • Auk þess skulu þeir sem eru í félagshesthúsinu að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins. Ef einhver er búinn með öll knapamerkin þá er hægt að fara á annað námskeið á vegum hestamannafélagsins í staðinn eins og almenn reiðnámskeið barna, keppnisnámskeið o.s.frv.
  • Athugið: Knapamerki 1 bóklegt byrjar strax í lok september fyrir þau sem hafa ekki lokið knapamerki 1.

Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:

https://forms.gle/7myp3BxL7EjZMZSC9

Umsóknarfrestur er til  15.09.2024.

Öllum umskóknum verður svarað í síðasta lagi 22.09.2024

Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg