ATH ATH! Lokun reiðleiða!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Laugardagur, ágúst 24 2024 08:08
- Skrifað af Sonja
Fellahringurinn er hjólreiðakeppni sem er hluti af bæjarhátíðnni í Túninu Heima. Keppnin í ár hefst kl 18 fimmtudagskvöldið 29 ágúst og stendur í um 2 klukkutíma.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km. https://hri.is/vidburdur/539
Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður þess vegna lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur og sýna ítrustu tillitssemi séu þeir þarna á ferli. Brautarskoðun fer að auki fram þriðjudaginn 27. ágúst en ekki verður neinum leiðum lokað.
Hér er mynd af leiðunum og hlekkur inn á þær:
https://www.strava.com/routes/9729777 Litli hringur
https://www.strava.com/routes/2862819023435245748 Stóri hringur