Fræðsluferð

HALLÓ KRAKKAR!

Þá er komið að okkar árlegu ferð um suðurlandið. Við förum laugardaginn 12. febrúar kl: 8.30! STUNDVÍSLEGA.  Heimsótt verða fjögur hestabú og tamningastöðvar. Við munum byrja á því að fara að Bakkakoti, þaðan liggur leið okkar til Hinna og Huldu á Árbakka, þá er haldið til Sigga Sig. okkar ágæta Harðarmanns í Þjóðólfshaga og á heimleiðinni munum við kíkja til Sigga Sæm. á Skeiðvöllum. Þátttökugjald er 1000 krónur og innifalið í því er nesti, pizza í hádeginu, heimsóknir og rútan. Aldurstakmark ferðarinnar er 10 ár en yngri börn geta komið með í fylgd með foreldrum.  Áætlaður heimkomutími er um kvöldmatarleytið. Það verður að skrá sig í ferðina fyrir 9.febrúar.  Hlökkum til að sjá sem allra flesta. Skráning fer fram hjá Ragnhildi Ösp á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 824-8072 eftir kl: 16.00

Æskulýðsnefnd

Námskeið 2011

Æskulýðsnefnd Harðar stendur fyrir fjölmörgum námskeiðum í reiðmennsku veturinn 2011 fyrir börn og unglinga. Kennarar á námskeiðunum eru eins og í fyrra Reynir Örn Pálmason, Súsanna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og við bætist Line Norrgard, en öll eru þau lærðir reiðkennarar frá Hólum.

 Námskeiðin eru yfirleitt frá 6-10 tímar og er polla námskeiðið á 8.000 almenna reiðnámskeið á kr.10.000 knapamerki 1, kr.23000, Knapamerki 2, kr.30.000, kanpamerki 3, á 37.000, knapamerki 4 á 39.000 og keppnisnámskeið á kr.30.000.

Skráning á námskeiðin er hafin á heimasíðu Harðar, www.hordur.is undir námskeið-skráning og lýkur 20 janúar . Námskeiðin hefjast 25 janúar, en tímar verða auglýstir nánar síðar þegar þáttaka og tímafjöldi liggur fyrir. Fyrir þá krakka sem eiga ólokið prófum í knapamerkjum, er bent á að skrá sig í æfingartíma fyrir sjúkrapróf. Þau geta síðan skráð sig í næsta merki. Skráning og fyrirspurnir sendist á email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 8667382 Katrín.

 Minnum fólk á að nýta sér frístundarávísunina.

 Æskulýðsnefndin. :)

Nánar...

Uppskeruhátið 2010

Nú er komið að því. Uppskeruhátið barna-unglinga og ungmenna verður haldin þriðjudaginn 7. desember kl.20. Veitt verða verðlaun fyrir framfarir og árangur á árinu. Einnig verður vetrarstarfið kynnt. Vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi því senn líður að jólum.

Æskulýðsnefndin vill á sama tíma óska eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa með í nefndinni. Viðkomandi hafi samband við Ingamund.

 

Æskulýðsnefndin

Skemmti- og fræðsluferð unglinga,ungmenna og barna.

Á laugardaginn næstkomandi ætlum við að fara í hina mögnuðu skemmti- og fræðsluferð um suðurland. Drífum okkur út úr bænum með nesti og nýja skó, kíkjum við á nokkrum hestabúum og kynnum okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Lagt verður af stað kl.10 um morguninn og áætluð heimkoma er kl.17 og á að enda ferðina í félagsheimilinu þar sem við gerum eitthvað skemmtilegt og borðum saman.

Ferðin kostar ekkert og er ætluð þeim krökkum sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu í vetur ásamt því að allir aðrir krakkar í Herði sem hafa áhuga á þjálfun og keppni eru velkomin.

Skráning þáttöku er í s.8971036 Ingimundur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en fimmtudagskvöld.

 

Æskulýðsnefndin

Lokahóf

Á morgun fimmtudaginn 27.maí kl.19:00 verður lokahóf fyrir alla krakka í hestamannafélaginu Herði. Veittar verða viðurkenningar til þeirra sem hafa verið á almennu námskeiðunum í vetur. Við ætlum að fara í bingó og fá okkur léttar veitingar. Allir velkomir.

 

Æskulýðsnefndin

Börn, unglingar og ungmenni í Herði!

thumb_reynirNú gleymum við hestapestum og öðru fári um stund og höldum í skemmti- og fræðsluferð um Suðurland. Næstkomandi laugardag ætlum við að bjóða ykkur að komast burt úr bænum. Ferðinni er heitið á nokkur hestabú, þar sem við munum kynna okkur þjálfun og undirbúning hesta fyrir keppni. Við ætlum svo að enda förina í félagsheimilinu okkar þar sem við borðum saman og gerum eitthvað skemmtilegt.

Nánar...

Keppniskrakkar og foreldrar

Á mánudagskvöldið 31.maí verður fundur í félagsheimilinu kl. 19:30 með keppniskrökkunum og forráðamönnum þeirra til að ræða framhaldið á keppnisnámskeiðinu og ástandið á hestunum fyrir úrtöku.

Æskulýðsnefndin