Þjálfun yngri knapa fyrir gæðingamót

Tímarnir verða mánudaginn 4. júní og miðvikudaginn 6. júní og er mæting sem  hér segir. Vinsamlegast skoðið vel hvenær þið eigið að mæta, verið mætt áður en tíminn á að hefjast og látið vita ef þið komist ekki (s.6618102 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Æskilegt er að foreldrar séu viðstaddir svo þeir geti aðstoðað börnin sín á mótinu.

Nánar...

Þjálfun vegna gæðingamóts fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Af óviðráðanlegum orsökum getur þjálfunin því miður ekki verið n.k. mánudag eins og til stóð. Stefnt er að því að hafa tvo tíma í þarnæstu viku í staðinn, líklega á mánudegi og miðvikudegi. Þeir sem hafa skráð sig eru beðnir um að fylgjast með á netinu en tímar verða settir inn seinni part næstu viku.

Æskulýðsnefnd

Þjálfun fyrir gæðingamót

Börn- unglingar- ungmenni sem ætla að keppa á gæðingamóti Harðar. Boðið verður upp á þjálfun fyrir mótið og  verður fyrsti tíminn n.k. mánudag 28. maí. Skráningu þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi á fimmtudag. Röðun tíma  verður birt á netinu á föstudag.

Vinsamlegast athugið, takmarkaður fjöldi kemst að og því er best að skrá sig strax. Mikilvægt er að aðeins þeir sem ætla sér að keppa og ætla ákveðið að nýta sér þjálfunartímann skrái sig. Eins að ef þeir sem skrá sig geta síðan ekki nýtt tímann, þá þarf að láta vita af því eins fljótt og hægt er á sama netfang eða í síma 6618102. Þannig berum við virðingu fyrir tíma annarra og tökum ekki tíma frá þeim sem vilja og geta mætt :)

Æskulýðsnefnd

Keppnisjakkar, áríðandi

Kæru keppendur í barna-, unglinga og ungmennaflokki.  Þau ykkar sem eru með keppnisjakka frá félaginu undir höndum eru vinsamlegast beðin um að deila þeim með öðrum þegar þið eruð ekki að keppa þar sem ekki eru til nógu margir á alla. Að móti loknu er svo ætlast til að jökkunum sé skilað í Harðarból.

Kv. Æskulýðsnefnd

Hörður stigamót Vís

clip_image001Þriðja vetrarmót Harðar verður haldið að Varmárbökkum Laugardaginn 14 apríl.  Þetta þriðja og síðasta mótið í stigakeppninni sem er að þessu sinni mjög jöfn og spennandi.   Keppt verður einnig  í 100 m skeiði ef aðstæður leifa.  Mótið hefst kl 11 en skráning er í Harðarbóli frá kl 9.30 – 10.30.

Keppnisþjálfun á mánudag 14. maí

Knapar eiga að mæta á eftirfarandi tímum:

Vinsamlegast athugið að mæta tímanlega og fylgist með tilkynningum um næstu æfingar hér á síðunni. Mögulegt er að það verði annar tími í vikunni og verður það tilkynnt hér fljótlega.  Vegna mismunandi tímalengdar skal tekið fram að einum hóp er verið að bæta upp að það féllu niður tímar hjá þeim.

Nánar...

Keppnisnámskeið-lok

Mánudaginn 7. maí n.k. verður síðasti tíminn á keppnisnámskeiði vetrarins. Boðið verður upp á áframhaldandi þjálfun fyrir þá sem ætla sér að keppa á íþróttamótinu 17.-20. maí n.k. og eru þeir sem hafa áhuga á að nýta sér það  beðnir um að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem fyrst.
 
Æskulýðsnefnd
 

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin 10. og 11. mars n.k. í reiðhöllinni í Víðida

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldin 10. og 11. mars n.k. í reiðhöllinni í Víðidal. Umsjónarmaður félagsatriðis mun sjá um að velja knapa í það. Valið verður úr þeim knöpum sem keppa í unglinga- og ungmennaflokki á mótinu á laugardaginn svo það er um að gera að láta sjá sig þar :) Okkur vantar líka knapa í polla- og barnaflokki (upp að 13 ára) til að taka þátt. Skilyrði er að vera á þægum og traustum hestum sem knapinn hefur góða stjórn á en einnig er boðið upp á að pollar séu teymdir. Pollarnir verða í grímubúningum að eigin vali. Áhugasamir sendi tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar.