Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar lokið

Æskulýðnefnd Harðar hélt uppskeruhátíð í Harðarbóli s.l. miðvikudagskvöld með pompi og prakt. Farið var yfir dagskrá vetrarins og veitt verðlaun fyrir árangur síðasta árs.

img_5967
 img_5931
Fimm stúlkur luku knapamerki 4 í ár en það voru þær: Line (kennari), Hrönn Kjartansdóttir, Fanney Pálsdóttir og Hulda B. Kolbeinsdóttir, Súsanna (kennari) Á myndina vantar: Hörpu Snorradóttur og Kristínu Hákonardóttur Við óskum stelpunum innilega til haingju með glæsilegan árangur. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir knapamerki 2-3.

Guðjón Magnússon, formaður Harðar, heldur hér á Æskulýðsbikarnum sem veittur var af Landssambandi hestamannafélaga til Harðar nú nýverið. Hörður er að fá þennan bikar vegna öflugs starfs í æskulýðsmálum félagsins.

 img_6020  
Hér er þeir knapar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á Uppskeruhátðinni.
Frá vinstri: Guðjón formaður Harðar, Mestu framfarir á almennu reiðnámskeiði hlaut í barnaflokki Hrönn Gunnarsdóttir, efnilegasti knapinn í barnaflokki var Anton Hugi Kjartansson og Harpa Sigríður Bjarnadóttir hreppti tvo titla í ár en hún var besti knapinn og sýndi mestu framfarir á keppninsámskeiði í barnaflokki. Besti knapinn í unglingaflokki er Súsanna Katarína Guðmundsdóttir. Efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er María Gyða Pétursdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði í ungmennaflokki er Bjarney Rósa Sveinbjörnsdóttir, besti knapinn í ungmennaflokki er
Hildur Kristín Hallgrímsdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði á unglingaflokki er Lilja Dís Kristjánsdóttir, efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er Hinrik Ragnar Helgasson. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.
 

Æskulýðsnefnd Harðar þakkar fyrir ánægjulega kvöldstund og hlakkar til að vinna með ykkur öllum í vetur.