Hestheimaferð frestað vegna veðurs

Um helgina er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri og þá sérstaklega á föstudag og laugardag. Því hefur æskulýðsnefndin tekið þá ákvörðun að fresta æfingarferð keppnisnámskeiðs til Hestheima sem fara átti í dag og verða til sunnudags. Verið er að vinna að því að finna lausn til að bæta upp þessa kennslutíma. Ekkert hefur verið ákveðið en það verður birt hér á vefinum um leið og niðurstaða er ljós.

Nánar...

Keppnisnámskeið - Fundur með foreldrum

Ágætu foreldrar.

Nú er keppnisnámskeiðið skriðið af stað og þá finnst okkur í æskulýðsnefndinni tímabært að hitta foreldra og forráðamenn til að kynna enn frekar það sem framundan er í vor og sumar og fá ykkur til samstarfs. Okkur langar því til að hitta ykkur í Harðarbóli næstkomandi þriðjudag, 22. janúar kl 20.00.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Æskulýðsnefndin

Leirvogstunga styður unga hestamenn

Leirvogstunga og æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ hafa undirritað samstarfssamning sem beinist að því að efla hestamennsku æskunnar í Mosfellsbæ. Guðjón Magnússon formaður Hestamannafélagsins Harðar og Katrín Sif Ragnarsdóttir hjá Leirvogstungu handsala samninginn.

Samkvæmt samningnum verður Leirvogstunga aðalstyrktaraðili æskulýðsnefndarinnar næstu þrjú ár. Fyrsta árið verður styrknum meðal annars varið í að greiða Hestheimaferð og kaupa hljóðkerfi fyrir reiðkennslu í nýja reiðhöll Harðar. Næstu tvö ár verður féð notað til að stuðla að aukinni keppnisþjálfun ungra félagsmanna og halda sérstakt Leirvogstungumót en æskulýðsnefnd Harðar stefnir að því að festa æskulýðsmót í sessi á næstu árum.

Nánar...

Námskeiðskráning, keppnis- og knapamerkjanámskeið

Námskeiðsskráning fer fram í Harðarbóli þriðjudaginn þann 11.desember á milli kl.19.00 og 21.00.
Einnig verður hægt að skrá sig á heimasíðu Harðar frá mánudeginum 10. des. til og með 18.desember en þá lýkur skráningu fyrir keppnisnámskeiðið og knapamerkjanámskeiðið.
Vakin er athygli á að skráning á almennu námskeiðið verður fram í febrúar þar sem þau hefjast ekki fyrr en reiðhöllin verður tilbúin. 
Námskeiðin verða sem hér segir:

Nánar...

Mótaárangur yngri knapa- lokaskil

Yngri knapar, þeir sem ekki hafa þegar sent inn mótaárangur sinn á þessu ári eru vinsamlegast beðnir um að senda þessar upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 1. nóvember n.k. til að eiga möguleika á viðurkenningu. Endilega látið þessar upplýsingar berast til þeirra sem þið vitið að hafa verið að keppa. Ath. við erum með árangur á innanfélagsmótum svo fyrst og fremst er verið að tala um þau ykkar sem hafa keppt utan félagsins.

 

Kv. Æskulýðsnefnd

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin nú í haust, dagsetning verður auglýst síðar. Þar verða afhentar viðurkenningar fyrir árangur í keppni á þessu ári og einnig verða afhent knapamerki.

Þeir yngri knapar sem hafa verið að keppa og vilja koma til greina við afhendingu viðurkenninga eru  beðnir um að senda inn mótaárangur sinn á árinu sem allra fyrst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Vinsamlegast athugið að sé árangur ekki sendur inn á viðkomandi ekki möguleika á viðurkenningu.

 

Æskulýðsnefnd

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Harðar

uppskeruhatid2007Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin 20. nóvember. Kynnt var metnaðarfull dagskrá vetrarins, knapamerki voru afhent og einnig viðurkenningar fyrir keppnisárangur.  

Dagskrá vetrarins verður auglýst betur síðar og hvetjum við félagsmenn og börn þeirra til að fylgjast vel með tilkynningum á síðunni enda einn helsti vettvangur okkar til að koma á framfæri upplýsingum.

Nánar...