- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 08 2008 11:31
-
Skrifað af Super User
Um helgina er gert ráð fyrir mjög slæmu veðri og þá sérstaklega á föstudag og laugardag. Því hefur æskulýðsnefndin tekið þá ákvörðun að fresta æfingarferð keppnisnámskeiðs til Hestheima sem fara átti í dag og verða til sunnudags. Verið er að vinna að því að finna lausn til að bæta upp þessa kennslutíma. Ekkert hefur verið ákveðið en það verður birt hér á vefinum um leið og niðurstaða er ljós.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 30 2008 11:12
-
Skrifað af Super User
Athygli skal vakin á því að ekki er hægt að taka við fleiri skáningum á byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir börn. Mikil aðsókn er búin að vera á þessi námskeið sem er vel. Tími þessara námskeiða verður auglýstur von bráðar.
Æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 18 2008 16:12
-
Skrifað af Super User
Ágætu foreldrar.
Nú er keppnisnámskeiðið skriðið af stað og þá finnst okkur í æskulýðsnefndinni tímabært að hitta foreldra og forráðamenn til að kynna enn frekar það sem framundan er í vor og sumar og fá ykkur til samstarfs. Okkur langar því til að hitta ykkur í Harðarbóli næstkomandi þriðjudag, 22. janúar kl 20.00.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 15 2008 10:32
-
Skrifað af Super User
Leirvogstunga og æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ hafa undirritað samstarfssamning sem beinist að því að efla hestamennsku æskunnar í Mosfellsbæ.
Samkvæmt samningnum verður Leirvogstunga aðalstyrktaraðili æskulýðsnefndarinnar næstu þrjú ár. Fyrsta árið verður styrknum meðal annars varið í að greiða Hestheimaferð og kaupa hljóðkerfi fyrir reiðkennslu í nýja reiðhöll Harðar. Næstu tvö ár verður féð notað til að stuðla að aukinni keppnisþjálfun ungra félagsmanna og halda sérstakt Leirvogstungumót en æskulýðsnefnd Harðar stefnir að því að festa æskulýðsmót í sessi á næstu árum.
Nánar...