FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. - 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chicago á búgarði sem heitir Winterhorse farm.  

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr. 

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

Nánar...

Hestasýn opin

 

Óskum öllum félagsmönnum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Við viljum vekja athygli á því að reiðhöllin Hestasýn er opin félagsmönnum virka daga frá kl.18-23, laugardaga 14-18 og sunnudaga 10-18. Við eigum hins vegar eftir að setja námskeið vetrarins á þennan tíma en þangað til er allur tíminn laus. Við auglýsum síðar hvenær höllin verður upptekin vegna námskeiða.

Æskulýðsnefnd

Uppskeruhátíð Harðar haldin hátíðleg

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Harðar var haldin hátíðleg í gær í Harðarbóli. Ánægjulegt var að sjá það fjölmenni sem mætti á hátíðina.

Byrjað var á að gæta sér á góðum málsverði en þess má geta að kvennadeildin sá um það og átti Sveina veg og vanda af því. Að svo búnu voru afhend verðlaun og viðurkenningar eins og venja er á þessari árlegu hátíð Harðarmanna. Guðjón formaður félagsins afhenti verðlaunin sem voru í boði Leirvogstungu ehf.

Þeir sem tóku við verðlaunum voru:

Nánar...

Unglingalandsmót UMFÍ 2008

Um verslunarmannahelgina verður 11. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Þorlákshöfn.  Þetta er því í 11. sinn sem mótið er haldið en nú eru Unglingalandsmótin haldin á hverju ári.

Íþrótta- og fjölskylduhátíð
Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina.

Nánar...

Uppskeruhátíð 2008

309392074

Kæru harðarfélagar

Fimmtudaginn 23. október kl.19.30 verður haldin hin árlega uppskeruhátíð æskulýðsnefndar í félagsheimili okkar Harðarbóli. Veitt verða viðurkenningar fyrir bestu  og efnilegastu knapa í barna-,unglinga-, og ungmennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir mestu framfarir á keppnisnámskeiði og almennu námskeiði. Dagskrá komandi vetrar verður kynnt. Við hvetjum alla til að koma og eiga góða og notalega stund saman og njóta veitinga í boði æskulýðsnefndar.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Æskulýðsnefndin

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á landsmóti

Eru hrossin ykkar klár í keppni?

Öll hross sem keppa í A fl., B fl., ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2008 skulu undirgangast dýralæknsskoðun þar sem metið er hvort hestur sé hæfur til keppni. Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.

Sjá nánar á vef landsmóts undir fréttir: http://www.landsmot.is/index.php?pid=123&cid=564