Námskeið æskulýðsnefndar 2012

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi svo eftir hefur verið tekið og fékk félagið m.a. Æskulýðsbikarinn sem veittur var af Landssambandi hestamannafélaga til Harðar haustið 2011. Þessi vetur mun ekki verða undantekning þar á og hefur nú verið sett upp úrval af námskeiðum fyrir yngri kynslóðina. Er það allt frá námskeiðum fyrir yngstu byrjendurna upp í Knapamerkjanámskeiðin sem veita djúpa og yfirgripsmikla þekkingu á hestum og starfi í kringum þá. Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ er nú með eftirtalin námskeið: 

Pollanámskeið 1/teymdir 4-5 ára

  • Farið verður í gegnum hestalitina, líkamsparta hestins, reiðtygi, skeifur, umhirðu hesta og útreiðar
  • Farið yfir ásetu og taumhald.
  • Stjórnun
  • Jafnvægis æfingar
  • Reiðleiðir og umferðarreglur.
  • Hvernig hestur er teymdur
  • Leiki og þrautabrautir
  • Gaman
  • Kennt verður einu sinni í viku í sex skipti
  • Kennt á fimmtudögum, tími óljós enn sem komið er



Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð kr. 10.000,- 


Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningarfrestur til 15. janúar 2012

 

Pollanámskeið 2/ekki teymdir/framhald 5-7 ára

  • Farið verður í gegnum hestalitina, líkamsparta hestins, reiðtygi, skeifur, umhirðu hesta og útreiðarFarið yfir ásetu og taumhald.
  • Stjórnun
  • Jafnvægis æfingar
  • Reiðleiðir og umferðarreglur.
  • Hvernig hestur er teymdur
  • Leiki og þrautabrautir
  • Ögn erfiðari útfærslur á verkefnunum heldur á pollar 1
  • Gaman
  • Kennt verður einu sinni í viku í sex skipti
  • Kennt á fimmtudögum, tími óljós enn sem komið er



Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Verð kr. 10.000,- 


Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningarfrestur til 15. janúar 2012

 

Almennt reiðnámskeið /8-10 ára

  • Áseta og stjórnun
  • Skil á gangtegundum
  • Reiðleiðir og umferðarreglur
  • Ásetuæfingar
  • Gaman
  • Kennt í 8 skipti
  • Kennt á mánudögum eða fimmtudögum (því miður enn óljóst), tími óljós enn sem komið er

Kennari; Line Noorgard

Verð kr. 12.000,- 

  Fullbókað á þetta námskeið !

 

 

Almennt reiðnámskeið /10-14 ára

Markmið:

  • Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
  • Stjórnun og áseta
  • Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
  • Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
  • Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming osvfrv)
  • Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
  • Kennt er í 8 skipti
  • Kennt á þriðjudögum, tími óljós enn sem komið er

Kennari: Sigrún Sigurðardóttir

Verð kr. 12.000,- 


  Fullbókað á þetta námskeið !

 

Keppnisnámskeið 
fyrri hluti

 

Námskeiðið byrjar aðra vikuna í janúar.
Hver tími er 45-50 mín
Átta skiptiÍ annari viku námskeiðs verður sýnikennsla í reiðhöll á æfingum úr fyrstu fjórum tímunum
Í fimmtu viku námskeiðs verður sýnikennsla í reiðhöll á æfingum út tíma fimm til átta.


1 tími:

  • Slökun, baugavinna, vinna í hendi
  • Teyming við hlið
2 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi, A-B æfingar
  • Hálflétt og stígandi áseta
3 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Hliðargangsæfingar í hendi
  • Stígandi áseta / skástæður
4 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Baugavinna í hendi/stækka og minnka baug
  • Framfótasnúningur
  • Tölt
5 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Krossgangur
  • Stökkþjálfun
6 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Undirbúningur fyrir sniðgang/vinna í hendi
7 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Sniðgangur
  • Stytt fet
  • Söfnun
8 tími
  • Upphitun, baugavinna, vinna í hendi
  • Stutt fet
  • Söfnun
  • Upprifjun fyrri tíma

Ásetunámskeið fyrir nemendur á keppnisnámskeiði

Kennt einu sinni í viku í fyrirlestrarformi, hópvinna, verklegum æfingum með og án hests.

Lýsing á námskeiði:
Nemendur læra um mikilvægi ásetunnar og hvernig hægt er að bæta hana í gegnum einfaldar æfingar með og án hests. Nemendur verða meðvitaðari um líkamsbeitingu sína og áhrif hennar á hestinn í reið. Farið er ítarlega í ásetu og ábendingar knapans. Nemendur mæta með eigin hesta og fá m.a. reynslu af hringteymingu. Aðalatriðið er að hestarnir séu rólegir og traustir og að óhætt sé að fara berbakt á bak.


Að loknu námskeiði á nemandinn að:
geta fylgt hreyfingum hestsins mjúklega eftir í mismunandi ásetu á mismunandi gangtegundum. 
hafa öðlast betra jafnvægi á hestbaki.
finna fyrir aukið sjálfstraust og vera öruggari með sig á hestbaki.
þekkja hestinn sinn betur.
Kennari: Line Nørgaard


Kennarar:
Súsanna Ólafsdóttir

Reynir Örn Pálmason

Verð kr. 40.000,-


Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningarfrestur til 11. janúar 2012

 

Knapamerki - 3. stig

Stig 3.

Kennari: Line Noorgard

Verð kr. 37.000,- 

Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Skráningarfrestur til 15. janúar 2012

 

 

Knapamerki - 4. stig

Stig 4.
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
•    Markmiðssetningu og hugþjálfun
•    Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
•    Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
•    Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
•    Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
•    Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
o    Stöðvun
o    Hömlun
o    Að stytta og lengja rammann
•    Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti

Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
•    Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
•    Hafa nákvæmt og næmt taumhald
•    Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
•    Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
•    Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
•    Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
•    Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

Verð kr. 44.000,- 

Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Skráningarfrestur til 11. janúar 2012

 

 

Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.