Uppskeruhátíð Harðar

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Miðvikudaginn 15. nóvember n.k. kl.19 höldum við uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar. Ætlunin er að veita viðurkenningar m.a. fyrir keppnisárangur á þessu ári, kynna fyrirhugaða dagskrá í vetur og eiga notalega stund saman. Boðið verður upp á pizzur. Keppnisárangur á innanfélagsmótum liggur fyrir hjá félaginu en við verðum að biðja þau ykkar sem hafa verið að keppa á öðrum mótum að senda okkur upplýsingar um árangur þar sem ekki er nokkur leið fyrir okkur að fylgjast með ykkur öllum :) Vinsamlegast athugið að einungis sæti í úrslitum telur til stiga þannig að við þurfum aðeins að fá þær upplýsingar. Upplýsingarnar sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. nóvember n.k. Vinsamlegast athugið! Ef þessar upplýsingar eru ekki sendar inn til okkar getum við ekki ábyrgst að viðkomandi knapar komi til greina við verðlaunaafhendingu. Hlökkum til að sjá ykkur öll :)

Námskeið fyrir íslandsmót barna, unglinga og ungmenna

Sölvi verður með tveggja daga námskeið á vegum félagsins fyrir þá sem eru skráðir þáttakendur á Íslandsmótið um næstu helgi. Námskeiðið verður þriðjudaginn 8.ágúst og miðvikudaginn 9.ágúst og hefst kl. 16.00 Skráning fer fram hjá Sölva í síma 692 4666 og mun hann útdeila tímum.

Verum vel merkt á Landsmóti!

Við verðum í Harðarbóli í kvöld, 21. júní, milli kl. 20.00 - 22.00 að selja fatnað merktan Herði og auðvitað ýmislegt annað líka. Sjá dæmi um vörur og verð: Harðarúlpur, kr. 5000:-) gjafprís Harðar-Henson gallar, kr. 5600:-) skemmtilegt verð Harðar Buff, kr. 600:-) á alla hausa Harðar Derhúfur, kr. 600:-) tilbreyting í höfuðfötum Harðar Fánar, kr. 1000:-) á öll tjöld og alla bíla Bónpakki, kr. 3000:-) Allir verða að mæta á hreinum bílum á Landsmót Náum upp góðri stemningu á Landsmóti í fatnaði frá Æskulýðsnefnd, merkt í bak og fyrir frá toppi til táar. Æskulýðsnefnd Harðar

Harðarfélagar athugið!

Að loknum fjölskyldureiðtúr sunnudaginn 7. maí, svona uppúr kl. 17.30 verður æskulýðsnefnd með vorsölu á ýmsum varningi, t.d. hestaboxunum okkar vinsælu, bónpökkum, barnaflíspeysum merktum Herði og ýmsu öðru skemmtilegu. Kíkið við og verslið við Æskulíðsnefnd, allt til styrktar unga fólkinu í félaginu. Kellurnar í Æskulýðsnefnd

Fjölskyldureiðtúr og grill

Sunnudaginn 7. maí stendur Æskulýðsnefnd Harðar fyrir fjöldyldureiðtúr. Ætlunin er að ríða stóran flugvallarhring á hæfilegum hraða og ættu því allir sem hesti geta valdið að geta komið með, afar og ömmur, pabbar og mömmur, strákar og stelpur, allir saman.

Nánar...

Breyting á hestheimaferð

Vegna Líflandsmóts þurfum við að færa keppniskrakkana á síðari hlelgina, þ.e. 28.-30 apríl í stað 21.-22. Hinir krakkarnir fara því fyrri helgina í Hestheimaferð. Vonum að þetta komi ekki að sök, og að sem flestir sjái sér fært að mæta. Þetta eru alltaf skemmtilegar og fróðlegar ferðir. Byrjað er að skrá, og er tekið við skráningum hjá æskulýðsnefnd.

Námskeið hjá Sigrúnu

Enn eru nokkur pláss laus á reiðnámskeiðin hjá SIgrúnu Sig reiðkennara sem hefjast 18 apríl nk. Kennt verður 2 í viku í 4 vikur, á þriðjudögum og fimmtudögum. Verð 8000 Nánari upplýsingar og skráning í síma 8987730 hjá Lóló