Top Reiter Íslandsmót yngri flokka
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, maí 26 2003 09:52
- Skrifað af Stjórn
Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Mánudaga kl 1630 byrjar 5. Febrúar
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er lagardagur 27.januar.
Verð: 2.000 kr
Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti
Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Mánudaga kl1700 byrjar 5. Febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er lagardagur 27.januar. Takmörkuð pláss.
Verð: 2.000 kr
Stærsta jólaball Mosfellsbæjar
Laugardaginn 28. desember kl. 15:00 stendur æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Harðar fyrir risa-jólaballi í reiðhöllinni. Verður gengið og riðið í kringum jólatréð á stærða „dansgólfi bæjarins“ eða 2.400fm. Þeir hestakrakkar sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið og láta teyma undir sér. Jólasveinar mæta á svæðið og gefa krökkum og hestum jólaglaðning. Allir Mosfellingar eru velkomnir að mæta.
Nú er komið að þrifum á reiðtýgjum. Við ætlum að hittast uppí reiðhöll kl :17:30-19:30 þriðjudaginn 9. janúar.
Helga Söðlasmiður ætlar að vera með okkur og leiðbeina. Það sem þið þurfið að koma með er fata, tuskur,sápa, hnakk og beisli. Við komum með olíu til að bera á. Boðið verður upp á pizzur og gos.
Við verðum með hugmyndakassa á staðnum ef krakkar eða foreldrar eru með góðar hugmyndir af viðburðum á tímabilinu. Hittumst hress kveðja æskulýðsnefndin
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi og verður veturinn í vetur engin undantekning. Hér að neðan má sjá þau námskeið sem eru í boði í vetur. Þegar líða fer á veturinn verður boðið uppá fleiri námskeið og framhald á öðrum, verður auglýst þegar líða fer á veturinn.
Vekjum athygli á því að hægt er að nota frístundaávísanir frá Mosfellsbæ sem greiðslu á námskeiðum sem eru amk 10 tímar.
Opnað verður fyrir skráningar 2. janúar og er síðasti skráningardagur á námskeiðin er föstudagurinn 17. janúar 2014. Nánari upplýsingar um skráningar verða hér á síðunni.
Almennt reiðnámskeið 12 tímar /8.-10.ára
Kennari Line Norgaard
Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.
Verð 16.000
Almennt reiðnámskeið 12 tímar / 11.-14.ára
Kennari Malin Jansson
Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.
Verð: 18.000
Markmið:
Almennt reiðnámskeið (hálft námskeið) 6 tímar /8.-10.ára
Kennari Line Norgaard
Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.
Verð 8.000
Almennt reiðnámskeið 6 tímar (hálft námskeið) / 11.-14.ára
Kennari Malin Jansson
Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.
Verð: 8.000
Markmið:
Seven games 6 tímar / 12 ára og eldri
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Hefst föstudaginn 31. janúar. Kennt einu sinni í viku.
Verð: 9.000
Að spila Parelli sjö leiki með hestinum þínum er frábær leið til að vinna sér inn virðingu hestsins.
Hestar hafa náttúrulegt hjarðeðli, og þessir sjö leikir hjálpa þér að verða leiðtogi hestsins þíns.
Sjö leikirnir eru:
Knapamerki 1 og 2
Kennari Sonja Noack
Byrjar mánudaginn 27. janúar
Verð: 26.000
Stig 1.
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
- Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
- Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
- Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
- Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
- Þekki helstu ásetur og rétt taumhald
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti stigið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hestinn og búnað að reiðtíma loknum
Stig 2.
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Sögu íslenska hestsins
- Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps og skynjunar hans
- Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
- Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
- Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
- Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
- Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
- Þekkja æfinguna "að kyssa ístöð"
- Þekkja einfaldar gangskiptingar
- Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Knapamerki 3
Kennari Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Byrjar mánudaginn 27. janúar
Verð: 30.000 kr
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
- Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
- Þekkja rólegan hest frá spenntum
- Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
- Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
- Baugavinna
- Framfótarsnúningur
- Krossgangur
- Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
- Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Knapamerki 4
Kennari Line Norgaard
Byrjar mánudaginn 27. janúar
Verð: 40.000 kr
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Markmiðssetningu og hugþjálfun
- Réttri líkamsbeitingu knapans og þjálfun hans
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að heilbrigði og heilsufari hesta
- Þekkja helstu staðreyndir er lúta að umhirðu fóta og járningum
- Þekkja vel mismunandi þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja vel æfingar er lúta að því að bæta jafnvægi hestsins og skilja hvað liggur þeim til grundvallar
- Stöðvun
- Hömlun
- Að stytta og lengja rammann
- Þekkja grundvallaratriði hringteyminga og teyminga á hesti
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
- Hafa nákvæmt og næmt taumhald
- Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
- Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
- Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
- Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Knapamerki 5
Kennari Súsanna Ólafsdóttir
Byrjar mánudaginn 27. janúar
Verð: 50.000 þús
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
- Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
- Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
- Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
- Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku
Verklega á knapinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins
- Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins
- Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið
- Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum
- Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki
- Hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi
- Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Keppnisnámskeið 16 tímar
Kennari Trausti Þór Guðmundsson
Aukakennarar: Rúna Einarsdóttir, Olil Amble, Heiðrún Halldórsdóttir, Berglind Inga Árnadóttir
Verð 40.000 þús
10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni
- Við skráningu, skal senda árangur úr keppnum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Ef mikil skráning, áskilur æskulýðsnefnd rétt til breytingar á kennslufyrirkomulagi
- Kennsla hefst þriðjudaginn 28. janúar.
- Kennt einu sinni í viku.
- Kennt verður á þriðjudögum frá kl 16 – 22, fer eftir skráningu
- 2 í hóp / kennari áskilur sér rétt á að breyta hópunum
- Knapar og hestar tekin út af reiðkennurum. Allir fá punkta og plan um hverju þurfi að breyta/bæta.
- Þjálfun og uppbygging keppnishests og knapa
- Áseta og líkamsbeiting
- Andlegur undirbúningur fyrir keppni og hugarfar
- Fóðrun, umhirða, búnaður,
- Heimaverkefni frá kennara
Önnur námskeið - verða kynnt nánar í febrúar (hefjast í mars):
Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.
Hér er Drög um stundatafle / námskeið sem verða í boði í vetur. Byrjar flest í miðjan/lok Janúar.
ATH: Þetta er með fyrirvara um breytingar! Getur breyst eftir því hvernig skráningar verða.
Mánudagar
Kl 16 Strákanámskeið – Fjörnámskeið
Kl 17 Almennt reiðnámskeið Fullorðnir
Kl 18 Töltnámskeið Karlmenn
Kl 19-21 Knapamerki 5
Þriðjudagar
Kl 16 Knapamerki 1&2
Kl 17 Knapamerki 3
Kl 18 Knapamerki 4
Kl 19 Vinna v/hendi
Kl 20 Bókað höll
Miðvikudagar
Kl 16 Knapamerki 5
Kl 17 Knapamerki 5
Kl 18-22 Töltgrúppan
Fimmtudagar
Kl 17 Knapamerki 4
Kl 18 Almennt reiðnámskeið krakkar
Kl 19 Keppnisnámskeið
Kl 20 Keppnisnámskeið
Föstudagar
Kl 17 Knapamerki 3 (2x í mánuði)
Einkatímar og Reiðmaðurinn (1x í mánuði)
Þá er komið að því að við slúttum frábæru ári. Við bjóðum til veislu fimmtudaginn 3. október þar sem við gleðjumst saman yfir árangri ársins og veltum svo fyrir okkur hvað gaman væri að gera á komandi vetri.
Við byrjum stundvíslega kl 18:30 með því að fá okkur að borða en síðan verða veittar viðurkenningar fyrir árangur ársins og knapamerki. Einning verður leynigestur á staðnum sem mun reyna að skemmta okkur um stund :-)
Við vonumst til að allir Harðarkrakkar og foreldrar þeirra geti komið og glaðst með okkur, bæði þeir sem hafa sótt hjá okkur námskeið og líka þau sem ekki hafa gert það, við viljum endilega sjá sem flesta og hafa það gaman :-)
Sjáumst á fimmtudaginn kl 18:30
Æskulýðsnefnd Harðar