Vantar sjálfboðaliða
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Fimmtudagur, mars 26 2009 17:24
- Skrifað af Super User
Þar sem vorið nálgast sem og páskarnir, verður haldinn þann 4. apríl nk. kl. 13.00, Páska-Ratleikur á hestum. Þetta er liðakeppni og í hverju liði eru 3 keppendur. Keppnin skiptist í yngri og eldri hópa sem keppa sín á milli og munu ríða mismunandi leiðir. Í upphafi keppni fá liðin kort sem sýnir hvert þeir eigi að ríða til að leysa fyrstu þraut. Þegar þrautin er leyst þá fær liðið nýtt kort sem sýnir hvert þau ríða næst og svo koll af kolli. Ekki er keppt í tímatöku í heildarkeppninni en það á að ríða skynsamlega á milli þrauta. Refsistig er gefið ef einn eða fleiri úr hópnum er skilinn eftir. Í öllum þrautum reynir á samvinnu, skipulagningu, prúðleika, hjálpsemi og svo náttúrulega aga, nákvæmni og hraða.
Síðastliðinn mánudag og þriðjudag var tekið var upp á video æfing á velli, af nemendum sem eru á keppnisnámskeiði barna, unglinga og ungmenna. Á sunnudaginn nk. 22. mars eiga allir nemendur að mæta í félagsheimilinu kl. 18.00, til að skoða upptökuna og meta hvað hægt er að gera betur. Boðið verður upp á pizzur.
ÆskulýðsnefndinKennt verður úti á velli í næstu viku, Það er mjög áríðandi að mæta á réttum tíma og hafa það beisli og hlífar sem þið mynduð keppa með, æft íþróttaprógram og tekið upp á video.
Tímar eru eftirfarandi:
Vegna veikinda fellur niður kennsla í kvöld í knapamerki 1 og knapamerki 3 sem vera átti hjá Reyni. Því miður var ekki unnt að útvega forfallarkennara í staðinn.
Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mótin verða í byrjun keppnistímabilsins þegar minna er um mót. Einnig eru þau hugsuð til að auka samstarf og samvinnu á milli hestamannafélaga á svæðinu.
Búið er að skrá námskeiðin í dagatalið hér á síðunni (leitarstikunni) fram í apríl.
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er að leggja í fundaherferð um landið á næstu vikum. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.
Fyrsta bikarkeppninni af þremur verður nk. föstudag, 13. febrúar kl. 20.00 í reiðhöll Gusts.
Það er komið að því að við Harðarfólk sýnum hvað í okkur býr. Mætum á svæðið og verðum félagi okkar til sóma og hvetjum okkar fólk til sigurs.
Nú er tækifæri til að taka höndum saman, efla liðsandann og hvetja okkar félag ... til sigurs.
Lesið frétt um bikarkeppnina á www.hestafrettir.is
Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 14-15. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum (10-12 ára) úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
Allir Harðarkrakkar sem vilja taka þátt í sýningunni þurfa að skrá sig til þátttöku. Gefa þarf upp eftirfarandi upplýsingar við skráningu: