Vantar sjálfboðaliða

Nú er tíminn fyrir fjölskylduna að njóta tímans saman. Okkur vantar sjálfboðaliða dsc00872(foreldra, afa, ömmur og aðra fylgifiska) til að starfa í um það bil 2-3 klst þann 4. apríl í páska-ratleiknum við ýmis störf. Eflum liðs- og fjölskylduandann og takið þátt í þessum skemmtilega leik með því að hjálpa okkur. Sendið tölvupóst til Gyðu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Páska-Ratleikur á hestum

Þar sem vorið nálgast sem og páskarnir, verður haldinn þann 4. apríl nk. kl. 13.00, Páska-Ratleikur á hestum. Þetta er liðakeppni og í hverju liði eru 3 keppendur. Keppnin skiptist í yngri og eldri hópa sem keppa sín á milli og munu ríða mismunandi leiðir.  Í upphafi keppni fá liðin kort sem sýnir hvert þeir eigi að ríða til að leysa fyrstu þraut. Þegar þrautin er leyst þá fær liðið nýtt kort sem sýnir hvert þau ríða næst og svo koll af kolli.   Ekki er keppt í tímatöku í heildarkeppninni en það á að ríða skynsamlega á milli þrauta. Refsistig er gefið ef einn eða fleiri úr hópnum er skilinn eftir. Í öllum þrautum reynir á samvinnu, skipulagningu, prúðleika, hjálpsemi og svo náttúrulega aga, nákvæmni og hraða.

Nánar...

Keppnisnámskeið-skoðun upptöku

hildur kristín 6

Síðastliðinn mánudag og þriðjudag var tekið var upp á video æfing á velli, af nemendum sem eru á keppnisnámskeiði barna, unglinga og ungmenna. Á sunnudaginn nk. 22. mars eiga allir nemendur að mæta í félagsheimilinu kl. 18.00, til að skoða upptökuna og meta hvað hægt er að gera betur. Boðið verður upp á pizzur. 

 Æskulýðsnefndin

Opinn fundur með Æskulýðsnefnd LH

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er að leggja í  fundaherferð um landið á næstu vikum. Fundirnir verða opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf í hestamannafélögunum og er það von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Æskulýðsnefndir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

Nánar...

Stuðningslið fyrir bikarkeppnina

Fyrsta bikarkeppninni af þremur verður nk. föstudag, 13. febrúar kl. 20.00 í reiðhöll Gusts.

Það er komið að því að við Harðarfólk sýnum hvað í okkur býr. Mætum á svæðið og verðum félagi okkar til sóma og hvetjum okkar fólk til sigurs

Nú er tækifæri til að taka höndum saman, efla liðsandann og hvetja okkar félag ... til sigurs.  Laughing

Lesið frétt um bikarkeppnina á www.hestafrettir.is  

Skráning Æskan og hesturinn 2009

stelpur

 

Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal helgina 14-15. mars nk. Grímureiðin geysivinsæla verður fyrir yngsta hópinn, sameiginlegt atriði með krökkum (10-12 ára) úr öðrum hestamannafélögum og að sjálfssögðu verður fánareiðin og félagsatriði Harðar á sínum stað.
 
Allir Harðarkrakkar sem vilja taka þátt í sýningunni þurfa að skrá sig til þátttöku. Gefa þarf upp eftirfarandi upplýsingar við skráningu:

Nánar...