Fyrirlestur um keppnisfyrirkomulag

Æskulýðsnefnd Harðar heldur fyrirlestur fyrir börn , unglinga og ungmenni um gæðingakeppnir þriðjudaginn 27. maí kl. 19.00-20.00 í félagsheimilinu.  Fyrirlesari verður Sigurður Ævarsson dómari.  Farið verður yfir keppnisfyrirkomulag og hvað dómarar eru helst að leita eftir.  Þetta verður fróðlegt og nytsamlegt kvöld fyrir alla sem ætla í úrtöku hjá Herði eða vilja fræðast um gæðingakeppnir almennt.

Ef þið hafið sérstakar spurningar varðandi t.d. beislabúnað þá endilega takið hann með.

Fjölskyldureiðtúr Harðar

thumb_dsc00871Þann 4. maí var farinn hinn árlegi fjölskyldureiðtúr Hestamannafélagsins. 

Veðurútlit var ekki gott þó að spáin fyrr í vikunni hafði verið nokkuð góð. Frekar ákveðinn vindur var í fangið á reiðmönnum,-konum og -börnum á leið á áfangastað sem var hjá Badda á Hraðastöðum. Riðið var í tveimur hópum, hraðari hóp og hægari hóp. Samtals tóku um 30 manns þátt í reiðinni og fleiri komu akandi og áttu allir gleðilega stund saman. 

 

Nánar...

Næsti æfingartími keppnisnámskeiðs

Nú þegar vorar, verður þéttara og þéttara á milli móta. Reykjavíkurmeistaramótið verður næstu helgi (hefst á miðvikudag) og helgina 16-18. maí verður íþróttamót Harðar. 

Næsti æfingartími keppnisnámskeiðs verður á mánudag nk. á vellinum og mun Siggi S. kenna að þessu sinni. Hópaskiptingin verður eftirfarandi:

Nánar...

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður sunnudaginn 4. maí

Hinn árlegi fjölskyldureiðtúr verður farinn nk. sunnudag þann 4. maí. Lagt verður af stað frá Naflanum kl. 13.00 og farið til Badda á Hraðastöðum, dýrin skoðuð og grillað saman.

Dagskráin er eftirfarandi:
13.00     Lagt af stað frá Naflanum
14.00     Komið til Hraðastaða – dýrin skoðuð
14.30     Grillað og borðað
16.00     Riðið til baka
17.00     Komið heim – dagskrá lokið

Nánar...

Æfingarferð til Hestheima tókst vel

Hrefna og Hulda að kemba í Hestheimaferð 7/3-9/3 ´08Um helgina var farin önnur æfingarferð til Hestheima með krakkana sem eru þátttakendur í keppnisnámskeiði hjá Herði.  Kennarar voru sem fyrr Siggi Sig og Barbara Mayer.

Áætlað var að fara þrjár æfingarferðir til Hestheima en fyrstu ferðinni varð því miður að fella niður vegna veðurs. Í stað þeirrar ferðar var tekin kvöldæfing í Dallandi með góðfúslegu leyfi Gunnars Dungal sem veitti okkur aðgang að reiðhöllinni. Á hann þakkir skyldar fyrir það. Það kvöld var farið í ásetuæfingar fyrir knapa og liðkandi æfingar fyrir hesta.  Veðurguðirnir voru vænir við okkur þegar átti að fara í aðra æfingarferð til Hestheima en sú ferð var farin 7-9 mars og tókst mjög vel en þar voru teknar fimiæfingar og ásetuæfingar ásamt hægri og vinstri ásetu en allar þessar æfingar er grundvöllur að góðum árangri fyrir bæði hest og knapa.

 

Nánar...

Æfingaferð til Hestheima 25-37 apríl

Þá er að koma að þriðju æfingaferðinni til Hestheima fyrir þátttakendur á keppnisnámskeiðinu. Sbr. dagskrá þá verður farið helgina 25-27 apríl.

Hér koma helstu upplýsingar um tilhögun. Reiknað er með að allir krakkar séu komnir í Hestheima á föstudagskvöld og hafi borðar kvöldverð áður en lagt er af stað. Boðið verður upp á kvöldhressingu fyrir háttinn. Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um að koma þeim austur, en við munum að sjálfssögðu reyna að bjarga ef einhver er í vandræðum með að komast. Eins er með heimferðina á sunnudeginum.

Fulltrúar æskulýðsnefndar í þessari ferð eru Gyða, Elín og hugsanlega Ellen og auk þess auglýsum við eftir að fá foreldra til að aðstoða okkur. Að sjálfssögðu eru allir foreldrar sem áhuga hafa velkomnir.

Nánar...

Handbók Æskulýðsnefndar LH

Æskulýðsnefnd LH hefur gefið út handbók sem ætluð er öllum æskulýðsnefndum hestamannafélaga . Handbókin var unnin eftir ráðstefnu æskulýðsfulltrúa sem haldin var á vegum LH þann 6. október 2007.

Í bókinni eru upplýsingar sem hjálpað geta nefndunum í starfi sínu, svo sem hugmyndir að dagskrá og hvar hægt er að fá upplýsingar vegna starfsins.

Efnið nýtist að sjálfssögðu einnig fyrir foreldra og þá sem áhuga hafa á málefninu.

Bókin er eingöngu birt á Netinu og er hún í stöðugri endurnýjun þ.e. ef þurfa þykir munu verða settar í hana viðbætur og/eða endurbætur. Slóðin er: http://www.landsmot.is/files/38/20080421230446994.pdf

Reiðnámskeið í Hestheimum fyrir 8-12 ára krakka í ágúst 2008

 

Hestheimar, Ásahreppi (við Hellu) eru í aðeins 50 mínútna keyrslu frá Reykjavík.  Frábær aðstaða fyrir hesta og menn í sveitasælunni.
·       Vikunámsskeið:  11.- 15. ágúst og 18. – 22. ágúst 2008·       Innifalið: hestar, reiðkennsla, gisting, fæði, afþreying, o.fl.·       Verð kr. 50.000,-  fyrir hvern nemanda·       Reiðkennsla, reiðtúrar, sundferðir, ratleikir, blak, fótbolti og kvöldvökur!·       Aðeins 20 nemendur komast að í einu !
 Tekið er við skráningu og  nánari upplýsingar fúslega veittar í : 487-6666 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Bestu kveður úr sveitinni !Lea  Helga  og  Marteinn  

Nánar...

Könnun á þátttöku á landsmóti UMFÍ

Landsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina, dagana 1.-3. ágúst 2008 í Þorlákshöfn. Sjá nánar á vef UMFÍ.   

Keppt verður meðal annars í hestaíþróttum og gert er ráð fyrir að bjóða upp á keppni í tölti og fjórgangi barna 11-13 ára og tölti og fjórgangi unglinga 14-18 ára. Keppt verður eftir FIPO reglum.

Til að hægt sé að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir keppendur, aðstandendur og hrossin er verið að kanna hversu margir hafa áhuga á að taka þátt í þessu landsmóti.

Sendið upplýsingar um áhuga til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  

Foreldrar athugið-Hestheimar

Þar sem frekar dræm þáttaka er í Hestheima ferðina sem meiningin var að fara núna á föstudaginn 4. eru líkur á því að hætt verði við hana. Þvi ætlum við að gefa frest til að skrá sig í ferðina til kl.19 miðvikudag 2.apríl. Eftir það verður tekin ákvörðun um hvort ferðin verður farin.  Nú eru sjö krakkar skráðir í ferðina en lámkarks fjöldi eru 15, þannig foreldar, hott hott og skráið krakkana í þessa fffrábæru ferð, með þessari frábæru æskulýðsnefnd.

 

Frábæra æskulýðsnefndin