- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 24 2012 19:21
-
Skrifað af Super User
Minnum á páskafitness Æskulýðsnefndar á morgun, sunnudaginn 25. mars, í reiðhöllinni kl 11:00. Börn sérstaklega boðin velkomin og er eru hvött að taka foreldra sína með sér. Við munum skipta okkur í lið og fara saman í gegnum skemmtilegar þrautir, s.s.
- Hjólbörurallý
- Kókosbolluát
- Skeifu- og stígvélakast
- og margt fleira skemmtilegt
- Að launum fá öll börn páskaegg.
Í fyrra var mikið glens og gaman og mættu um 40 manns. Hlökkum til að sjá ykkur öll !
Æskulýðsnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 22 2012 16:42
-
Skrifað af Super User
Reiðhöllin er lokuð á milli kl. 16 og 17 föstudaginn 23. mars vegna æfinga fyrir Æskan og hesturinn 2012.
Einnig hún lokuð frá kl. 20 sama kvöld vegna undirbúnings Lífstöltsmóts sem haldið verður um helgina.
Enn fremur er höllin lokuð á sunnudaginn á milli kl. 11-14 vegna Páskafitness á æskulýðsnefndar og æfinga fyrir Æskan og hesturinn 2012.
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 11 2012 23:44
-
Skrifað af Super User
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 7.-15.júlí n.k.
Mótið er haldið í Verden í Þýskalandi. Heimasíðan
www.feifyouthcup2012.de er
upplýsingasíða mótsins.
Skilyrði fyrir þátttöku eru:
• Reynsla í hestamennsku
• Enskukunnátta
• Keppnisreynsla í íþróttakeppni
• Sjálfstæði
• Geta unnið í hóp
• Reglusemi
Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði
þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH,
www.lhhestar.is undir ´æskulýðsmál´ og hjá
æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1.apríl 2012. Senda má umsóknir í tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga
- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 27 2012 20:32
-
Skrifað af Super User
Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 3. mars n.k.
Hin árlega stórsýning Æskan og hesturinn verður haldin í Víðidal 1. apríl nk.
Á sýningunni verða m.a. 3-4 mín. atriði í eftirtöldum flokkum:
- Pollar teymdir.
- Pollar ríða sjálfir.
- Sameiginlegt atriði hestamannafélaganna 10 til 12 ára.
- Félagsatriði 12 ára og eldri, sjálfstætt atriði fyrir hvert félag.
Þeir sem áhuga hafa að taka þátt í þessum atriðum endilega sendið Ragnhildi Ösp, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. mars, með upplýsingum um hvaða atriði þið ætlið að taka þátt í, símanúmer og netfang ásamt nafni á knapa og hesti.
Æskulýðsnefnd Harðar