hordur.net verður hordur.is

Hörður hefur fengið nýtt lén. Heimasíðan er því hordur.is og póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. hordur.net er þó áfram virkt

Fréttablað Harðar

Við erum að fara að gefa út fréttablað sem sent verður út til allra 500 félagsmanna okkar, þeir sem vilja koma að aulglýsingum í þetta blað geta haft samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Knapamerkjakerfið

Við viljum benda á að búið er að setja inn síðu sem fjallar um knapamerkjakerfið. Hægt er að finna þessa síðu með því að ýta á link sem heitir Knapamerkjakerfið hér til vinstri.

Þorrablóti aflýst

Fyrirhuguðu þorrablóti félagsins sem fara átti fram á laugardaginn 22.janúar hefur verið aflýst vegna áhugaleysis félagsmanna. Því miður var fyrirvarinn stuttur og margir búnir að ákveða að gera annað á þessum tíma. Við stefnum á að halda veglegt þorrablót að ári.

Stóri hestamannakórinn “ Brokkkórinn”

Kór allra hestamanna á stór Reykjavíkursvæðinu hóf starfsemi sína í haust. Æfingar hafa verið í Hofstaðaskóla undir dyggri stjórn Gróu Hreinsdóttur. Skömmu fyrir jól hélt kórinn tónleika í Fríkirkjunni ásamt 4 öðrum kórum sem Gróa stjórnar. Kórinn telur nú um 25-30 manns og er það von okkar að við getum orðið ennþá fleiri og sameinað sem flest söngfólk í hestamennskunni. Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 13. janúar í Hofstaðaskóla kl 20.00. Nú er rétta tækifærið til að skella sér með, þar sem byrjað verður að æfa ný lög, það eru allri velkomnir sem hafa gaman af því að syngja. Ekki er vænst sérstakrar söngkunnáttu eða færni í nótnalestri.

Nánar...