Glitnir styrkir öflugt æskulýðsstarf

Endurnýjun styrktarsamnings Glitnis og Hestamannafélagsins Harðar

styrkur_til_harar Glitnir Mosfellsbæ og Hestamannafélagið Hörður hafa endurnýjað styrktarsamning sín á milli fyrir árið 2007. Hjá félaginu er rekið öflugt æskulýðs- og unglingastarf og er styrkurinn hugsaður til að styrkja starfið enn frekar. Í fyrra var gerður samskonar samningur á milli Glitnis og Hestamannafélagsins og eru báðir aðilar afskaplega ánægðir yfir því hversu vel samstarfið hefur gengið. „Glitni er sönn ánægja að styrkja það kraftmikla starf sem rekið er hjá Hestamannafélaginu Herði og það er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga unga fólkið hefur á hestamennskunni,“ sagði Arnheiður Edda Rafnsdóttir viðskiptastjóri Glitnis í Mosfellsbæ. Síðustu ár hefur æskulýðsstarf á vegum Harðar verið eflt stórlega og er nú rekið með myndarlegum hætti. Hið sama má segja um fræðslustarf sem alla tíð hefur verið fastur liður í starfseminni. Þungamiðja félagsstarfsins er í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum og er þar að finna hina ágætustu aðstöðu til hestamennsku. Nánari upplýsingar veitir:Arnheiður Edda Rafnsdóttir, Viðskiptastjóri í Glitni Mosfellsbæ, í síma 440-4000. styrkur_til_harar Myndatexti:Á myndinni má sjá Sigurð Hinrik Teitsson stjórnarmann taka við styrknum fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar úr höndum Arnheiðar Eddu Rafnsdóttur Viðskiptastjóra hjá Glitni Mosfellsbæ. Einnig eru á myndinni Þóra María Sigurjónsdóttir á Kröflu, Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Sikli og Játvarður Ingvarsson á Helming.

Tímamótasamningur

Tímamótasamningur var gerður milli Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar þann 14. maí sl. Samningurinn felur í sér að Mosfellsbær leggur til 92.000.000.- kr. til reiðhallar sem reyst verður við hlið félagsheimilisins. img_7364 Auk þess var gerður leigusamningur þar sem Hörður leigir allt athafnasvæði hestamannafélagsins á Varmárbökkum án endurgjalds til næstu 50 ára, samningurinn endurnýjast sjálfkrafa að þeim tíma liðnum til 10 ára í senn sé honum ekki sagt upp eftir fyrstu 50 árin.

Hlaðborð fyrir Fáksmenn

Elskulegu félagar, nú eru Fáksmenn að koma í heimsókn þriðjudaginn 1. maí og við ætlum að sjálfsögðu að taka vel á móti þeim. Því biðjum við ykkur að koma með eitthvað á veisluborðið í Harðarbóli. Gott væri að koma með veitingarnar milli 11-12 á þriðjudaginn.

Herrakvöld Harðar 2007

Herrakvöld Harðar verður haldið í Harðarbóli 24. febrúar. Skemmtiatriði og tilheyrandi, dúettinn Hljómur skemmtir fram á miðja nótt. Húsið oppnar kl. 24.00 fyrir konur og miðalausa

Folaldasýning

Sæl hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu! Við í Sörla ætlum að blása til glæsilegrar folaldasýningar laugardaginn 3. febrúar nk. Við hvetjum félaga í nágrannahestamannafélögunum að koma með sín folöld og sína okkur hvað þau geta.

Nýjar reglur um hjálmanotkun á mótum

Við vekjum enn og aftur athygli á nýjum reglum um hjálmanotkun á mótum, en þær ganga út á það að hjálmurinn verður að vera af viðurkendri gerð, þ.e. merktur með CE 1384. Innan í hjálminum er einnig skráð hvaða ár á að hætta að nota hjálminn. Allir aðrir hjálmar eru ólöglegir á mótum samkvæmt FIPO reglum sem við Íslendingar höfum nú tekið upp. Fótaskoðun verður falið að fylgjast með þessu í framtíðinni.

Kjötsúpugrobbdagur

Laugardaginn 3.febrúar verður ekta ilmandi íslensk kjötsúpa, krydduð með smá grobbi á tilboðsverði hjá Jósölum, 800 kr. Öllu svo skolað niður með köldum öl á 500 kr. Heitur heimelis matur í boði í hádeginu alla daga, kaffi og kökur á boðstólum. Hægt að sleppa hestum í gerði og brynna þeim, hægt að kaupa handa þeim tuggu líka ef að komið er langt að! Framvegis verður kjötsúpa alltaf á boðstólum á Laugardögum, 900 kr á mann. Verið velkomin.