Stóri hestamannakórinn “ Brokkkórinn”

Kór allra hestamanna á stór Reykjavíkursvæðinu hóf starfsemi sína í haust. Æfingar hafa verið í Hofstaðaskóla undir dyggri stjórn Gróu Hreinsdóttur. Skömmu fyrir jól hélt kórinn tónleika í Fríkirkjunni ásamt 4 öðrum kórum sem Gróa stjórnar. Kórinn telur nú um 25-30 manns og er það von okkar að við getum orðið ennþá fleiri og sameinað sem flest söngfólk í hestamennskunni. Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 13. janúar í Hofstaðaskóla kl 20.00. Nú er rétta tækifærið til að skella sér með, þar sem byrjað verður að æfa ný lög, það eru allri velkomnir sem hafa gaman af því að syngja. Ekki er vænst sérstakrar söngkunnáttu eða færni í nótnalestri.

Nánar...

Reiðhöll

Núna er búið að setja inná síðuna okkar hvernig opnunartími reiðhallarinnar er, hann er að finna á link sem heitir opnun Hindisvíkur.

Smáauglýsingar

Smáauglýsingarnar hafa ekki verið virkar um nokkurt skeið, en nú opnum við fyrir þær aftur, sendið inn auglýsingar, tilkynningar eða ef þið hafið eitthvað til sölu, eins og t.d. hesta, hesthús eða hestakerrur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ný stjórn Harðar

Marteinn Hjaltested, formaður Guðjón Magnússon, ritari Guðmundur Björgvinsson, varaformaður Gunnar Engilbertsson, gjaldkeri Halldór Guðjónsson Kolbrún Haraldsdóttir Páll Viktorsson Varamenn: Konráð Adolphsson Oddrún Ýr Sigurðardóttir Sigurður Teitsson

Nefndarstörf 2004

Við leitum að áhugasömu fólki til nefndarstarfa, ef þú hefur áhuga á að starfa að einhverju sérstöku málefni hafðu þá samband við einhvern stjórnarmann.