Flugeldasýning
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 28 2008 13:06
- Skrifað af Super User
Við stóðum okkur vel á Íslandsmótinu, en þar varð Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna sem er frábær árangur og óskum við henni til hamingju með það. Arnar Logi Lúthersson varð í 8 sæti í unglingaflokki fjórgangi á Frama frá Víðidalstungu II með einkunnina 6,3 Í meistaraflokki tölti varð Halldór Guðjónsson í 3. Sæti á Nátthrafn frá Dallandi með einkunnina 8,00 Í meistaraflokki fimmgangi varð Reynir Örn Pálmason í 4. Sæti á Baldvin frá Stangarholti með einkunnina 7,02 Í töltkeppni T2 (slaktaumatölt) varð Reynir Örn Pálmason í 1. Sæti á Baldvin frá Stangarholti með einkunnina 7,38. Reynir Örn var einnig samanlagður sigurvegari í meistaraflokki
Nú er Landsmót að baki og getum við Harðarfélagar verið stolt af okkar fólki. Meira en helmingur hestanna okkar lentu í 30 manna úrslitum og nærri því allir voru ofan við meðallag hesta á mótinu. Við náðum vægast sagt frábærum árangri í yngri flokkunum en þar áttum við fyrsta sætið í bæði unglinga og ungmennaflokki. Arnar Logi Lúthersson og Frami frá Víðidalstungu II sigruðu í A-úrslitin í unglingaflokki með einkunnina 8,80. Grettir Jónasson á Gusti frá Lækjarbakka sigraði A-úrslitin í ungmennaflokki og var hann einnig með einkunnina 8,80. Halldór Guðjónsson varð í þriðja sæti í A úrslitum í tölti á Nátthrafni frá Dallandi með einkunnina 8,44 og Jóhann Þór Jóhannesson (Tóti í Dalsgarði) varð í þriðja sæti í 250 metra skeiði á tímanum 24,32. Reynir Örn Pálmason og Baldvin frá Stangárholti urðu í 10 sæti í B úrslitum í A flokki gæðinga með einkunnina 8,60 og Linda Rún Pétursdóttir á Stjarna frá Blönduósi varð í 14. sæti í B úrslitum í ungmennaflokki með 8,42. Katrín Sveinsdóttir varð svo í 14. sæti í barnaflokki á Gými frá Grund með einkunnina 8,0. Þrír knapar lentu í 31. sætinu, en menn höfðu á orði að það sæti væri orðið eins og 16. sætið okkar í Eurovision. Þetta er frábær árangur og algjör viðsnúningur frá frekar slökum landsmótsárangri árið 2006. Árangur sem verður okkur sem stjórnum félaginu hvatning til að styðja enn betur við bakið á úrvalsknöpunum okkar. Til hamingju allir knapar sem fóru á Landsmót og héldu vel á merkjum Harðar sem og allir Harðarfélagar.
Kveðja Guðjón Magnússon, formaður
Mosfellsbær og Hörður hafa sett upp styrktarsjóð með það að markmiði að styrkja afreksfólk í hestaíþróttinni til enn frekari dáða. Sjóðurinn heitir Afreks- og styrktarsjóður Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar. Stjórn sjóðsins skipa Guðjón Magnússon formaður Harðar, Guðný Ývarsdóttir gjaldkeri Harðar og Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar. Í ár höfum við ákveðið að veita eftirtalda styrki.
1. Ferðastyrkur til knapa sem fer á Youth Camp, kr. 50.000.-
2. Þjálfunarstyrkur til þess Harðar knapa sem nær lengst í gæðingakeppni á Landsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.- Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.
3. Þjálfunarstyrkur til þess Harðarknapa sem nær lengst í hringvallargreinum á Íslandsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.- Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.
Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar.
Góðan daginn hestamenn.
Bréf þetta er sent forsvarsmönnum hestafélaga á Reykjavíkursvæðinu. Eins og mögulega hefur vakið athygli ykkar standa yfir framkvæmdir við gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Orkuveitan leggur þar rafstreng og hefur leyfi til að leggja hann í reiðstíg þar sem þrengst er við brúnna. Austan og vestan við brúnna liggur strengurinn samsíða stígnum en þverar hann á nokkrum stöðum. Athygli mín var vakin á því nokkuð eftir að framkvæmdir voru vel á veg komnar að þetta er sá tími árs sem reiðstígurinn er helst notaður. Verkinu líkur þó ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Við höfum reynt að sjá til þess að greið leið sé framhjá framkvæmdasvæðinu, en neyðumst til þess að vísa mönnum inn á göngustíg sem þarna liggur samhliða. Verktakinn (ÍAV) hefur einnig reynt að merkja leiðina í gegnum svæðið svo hún sé augljós. Ljóst er að þetta er rask á leið stígsins og höfðum því til ykkar að fara gætilega um svæðið. Við reynum líka að taka ábendingum vel um hvað mætti betur fara.f.h. framkvæmdareftirlits með verkinu.
Fyrirhugaður Tunguvegur var fyrst kynntur formlega fyrir félaginu í apríl 2005, en þá fóru þáverandi aðalstjórn, reiðveganefnd og deild hesthúseigendafélagsins yfir þau skipulagsgögn sem fyrir lágu. Þá, sem nú, lá ljóst fyrir að félagsmenn Harðar vilja vera áfram á Varmárbökkum með sína hesthúsabyggð og aðstöðu, við viljum vera í byggð en ekki sífellt láta hrekjast lengra til fjalla. Þetta er okkur mikilvægt meðal annars með tilliti til þess að börnin okkar komist í hesthúsin gangandi eða hjólandi, og einnig að stutt sé fyrir okkur að gefa og sinna dýrunum. Það gengur ekki að segja þetta í einu orðinu og setja sig svo á móti annarri uppbyggingu í kringum okkur í hinu, hvort sem um byggingar- eða samgöngumannvirki er að ræða. Það er hins vegar mjög mikilvægt að gæta þess að reiðleiðir til og frá hverfinu séu góðar, sem og að reiðleiðir um byggðina í Mosfellsbæ séu ávallt í lagi og tekið tillit til þeirra við deiliskipulagningu nýrra hverfa. Þessi stefna var mótuð árið 2005 og hafa stjórnarmenn, reiðvegarnefndarmenn og deild félags hesthúseigenda unnið eftir henni síðan með mjög góðum árangri.
Úrval útsýn bað okkur að byrta eftirfarandi tilkynningu
Við höfum beðið Mosfellsbæ um að koma á almennum kynningarfundi fyrir félagsmenn um fyrirhugaðan Tunguveg . Það var tekið vel í það hjá bænum og er verið að finna dagsetningu fyrir fundinn þar á bæ. Auglýst betur þegar tíminn er þektur.
Við ákváðum að bjóða verkið út í heild á sínum tíma, þ.e. að reistu húsi fullfrágengnu að utan. Þar með var fullnaðarhönnun hússins innifalin í verkinu. Þetta var gert til að hafa verkið allt á einni hendi og útiloka þar með að verktakinn kenndi ófullnægjandi hönnun um tafir og aukaverk eins og oft vill verða. Venjulega gefst þessi aðferð mjög vel og minkar verulega líkurnar á aukaverkum með tilheyrandi aukakostnaði. Allt fór þetta vel af stað og aðalverktakinn réði til sín arkitekt og verkfræðing sem áttu að skila teikningum í águst 2007, en skila átti okkur reiðhöllinni 1.des.2007. Arkitektinn skilaði fljótt og vel, þannig að hægt var að grafa og gera burðarpúðann undir reiðhöllina, en verkfræðingurinn skilaði ekki teikningum þrátt fyrir að aðalverktakinn legði á hann verulega pressu.
Kæru félagsmenn. Síðasta laugardag var haldið umdeilt einkasamkvæmi í félagsheimili Harðar. Samkvæmið var haldið af nokkrum félagsmönnum í góðri trú og til styrktar reiðvegagerðar á svæðinu. Það er ekkert nema gott um það að segja, nema að eitt af atriðunum var ekki við hæfi, sérstaklega í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem slíkt atriði vakti í fyrra. Okkur er sagt að slík atriði hafi verið á formlegum karlakvöldum Harðar um árabil eins og reyndar hjá fjölmörgum öðrum hestamanna- og íþróttafélögum. Þetta var einnig til siðs þegar kvennakvöld Harðar voru haldin, en þá var svipað atriði á dagskránni , en með karlmanni. Sú umræða sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag hefur gert það að verkum að slík atriði eru óviðeigandi í aldursblönduðu félagi eins og okkar, leifar úr fortíðinni. Félagsheimilið okkar er leigt út til ýmissa uppákoma og fram að þessu höfum við ekki skipt okkur af því hvað þar fer fram svo fremi að það sé innan ramma laga og reglugerða. Félagsmenn eru margir og í félaginu eiga að rúmast margar og mismunandi skoðanir þeirra einstaklinga sem í því eru. Það er hinsvegar klár afstaða stjórnar félagsins að leifa ekki slík atriði í félagsheimilinu í framtíðinni. Ef karlakvöld og/eða kvennakvöld Harðar verða haldin að ári verður það að vera með öðru sniði en hingað til. Við hörmum þá neikvæðu umræðu sem orðið hefur um félagið vegna þessa, en lítum fram á veginn og tökum höndum saman um að gera gott félag enn betra.
Stjórnin