- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 21 2010 10:44
-
Skrifað af Super User
Nú er sá tími árs sem beitarnefnd félagsins fer yfir
beitarmálin og úthlutar beit á þeim beitarstykkjum sem hestamannafélagið hefur
til umráða til félagsmanna. Reglurnar
eru þannig að beit er úthlutað til eins árs í senn, það hefur þó verið
vinnuregla til langs tíma að reyna að leigja sömu einstaklingum sömu
beitarstykkin frá ári til árs. Þannig hefur fólk getað komið sér fyrir, lagað,
sett upp girðingar og gengið að því frá ári til árs.
Þegar fólk hefur af einhverjum sökum þurft að
fara af stykkjunum, (hætta í hestamennsku, flytja úr bæjarfélaginu, stykkið
tekið undir byggingar eða annað) hefur hestamannafélagið séð til þess að þær
fjárfestingar sem fólk hefur lagt í séu keyptar upp að frádregnum eðlilegum
afskriftum. Það er því ekki um neinn
hefðarrétt, áunninn eignarrétt eða erfðarrétt að ræða. Um þetta fyrirkomulag hefur verið tiltölulega
góð sátt í gegnum tíðina. Það er þó ljóst að
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 06 2010 13:35
-
Skrifað af Super User
Kæru félagar
Nú er að koma helgi og eru tveir viðburðir á vegum hestamannafélagsins, fjárborgarreiðin á laugardag og kirkjureiðin á sunnudag. Og þá er spurningin, í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna veikinnar, hvort við eigum að hætta við þessa viðburði.
Í tilefni af þessu átti ég samtal við Gunnar héraðsdýralækninn okkar og var niðurstaðan úr því samtali að hætta ekki við viðburðina að öllu óbreyttu, en brýna fyrir fólki að fara ekki á hestum sem sýna minnstu einkenni veikinnar, þ.e. hor eða merki um hortauma í nös, hósti, slappleiki, hiti eða einkenni um vanlíðan í reið. Hestar hafa mælst með hita þó önnur einkenni sjáist ekki, en auðvelt er að mæla hesta, hitastigið á að vera milli 37 og 38 gr, eða svipað og í okkur mannfólkinu.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 18 2010 15:22
-
Skrifað af Super User
Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu
bjóða upp á opinn fræðslufund um kvefpestina sem geisar í hrossastofninum þessa
dagana. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma mun halda erindi og
svara fyrirspurnum um veikina. Vilhjálmur Svanson, dýralæknir á Keldum mun sennilega
koma og fræða okkur um greiningar ofl. á
veikinni.
Staður: Reiðhöllin í Víðidal
Tími: Fimmtudaginn 20. maí
kl. 20.30 Frítt inn og allir velkomnir –
veitingar seldar á staðnum.
Andvari,
Fákur, Gustur, Hörður, Sóti og Sörli
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 05 2010 10:20
-
Skrifað af Super User
Smitandi hósti í hrossum –
stöðumat 4. maí
Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir smitsjúkdóma birti stöðumat á heimasíðu Landsambandsins í
dag. Mjög þarfur og góður pistill (vinsamlega lesið til enda).
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í
hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var
ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta
og kannski miklu lengur.Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur
reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.
Einkenni:
Greinilegasta einkennið er þurr hósti sem menn verða oft fyrst varir við
í reið. Samtímis eða nokkru fyrr má í sumum tilfellum greina slappleika
og nefrennsli, í einstaka tilfellum mæði. Þegar frá líður fá mörg
hrossanna mikinn, graftarkenndan hor og hósta þá gjarnan mikið og frísa.
Þau sem fara verst út úr sýkingunni fá hita. Einkennin vara í 2 – 4
vikur og lengur í einhverjum tilfellum.
Nánar...