Og enn meira um hóstann
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 05 2010 10:20
- Skrifað af Super User
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir smitsjúkdóma birti stöðumat á heimasíðu Landsambandsins í dag. Mjög þarfur og góður pistill (vinsamlega lesið til enda).
Nú eru 4 vikur liðnar frá því tilkynning barst um smitandi hósta í
hrossum, nokkuð samtímis í Skagafirði og á Suðurlandi. Þá þegar var
ljóst að veikin hafði búið um sig um nokkra hríð, 3-4 vikur hið minnsta
og kannski miklu lengur.Þó ekki sé búið að greina orsökina hefur nokkur
reynsla safnast um gang veikinnar og myndin skýrist dag frá degi.
Einkenni:
Greinilegasta einkennið er þurr hósti sem menn verða oft fyrst varir við
í reið. Samtímis eða nokkru fyrr má í sumum tilfellum greina slappleika
og nefrennsli, í einstaka tilfellum mæði. Þegar frá líður fá mörg
hrossanna mikinn, graftarkenndan hor og hósta þá gjarnan mikið og frísa.
Þau sem fara verst út úr sýkingunni fá hita. Einkennin vara í 2 – 4
vikur og lengur í einhverjum tilfellum.