Hörður fær 700.000.- kr styrk frá Góða Hirðinum

Góði hirðirinn er eins og allir þekkja góðgerðarstarfsemi á vegum Sorpu þar sem nýtanlegum hlutum sem hefur verið hent er haldið til haga og seldir.  Ágóðanum af þessu er síðan deilt út til góðgerðarmála einu sinni til tvisvar á ári.  Í ár vorru það Hjálparstarf Kirkunnar,Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Bandalag kvenna, Hringsjá, Umhyggja, Stígamót og Hestamannafélagið Hörður sem hlutu styrki.  Við erum, skiljanlega, stoltari en orð fá lýst að vera í þessum hópi.   Styrkurinn var veittur til að við getum látið sérsmíða tvo hnakka fyrir fatlaða, en við stofnuðum fræðslunefnd fatlaðra hér í Herði á haustdögum.  Ég fór ásamt Auði, formanni fræðslunefndar fatlaðra til að taka á móti styrknum í morgun og Auður pantaði hnakkana í kjölfarið.   Verið er að sérvelja 4 til 5 hesta í verkefnið og verða þeir væntanlega komnir á hús í janúar. Hugmyndin er sú að fá fyrirtæki eða einstaklinga til að taka að sér uppihaldið á einum hesti hvert, en nú þegar hefur einn aðili tekið að sér einn hest.  Okkur vantar því enn styrkaraðila til að greiða fyrir uppihald 3. til 4. hesta, en þar til það er í höfn leysum við málið á annan hátt, þrengjum að okkur í eigin húsum og dreifum hestunum á milli okkar ef ekki annað.

Sem sagt, því langþráða markmiði okkar að þjálfun fatlaðra geti hafist hér í Herði er náð og fer í gang af fullum krafti eftir áramótin.

Kveðja Guðjón