Smalamót Harðar
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, janúar 31 2011 12:52
- Skrifað af Super User
Laugardaginn 5. Febrúar kl. 13.00 verður smalamót Harðar haldið í Harðarreiðhöllinni. Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt. Í stuttu máli fer það þannig fram að sett verður upp þrautabraut í reiðhöllinni og sá sem ríður hana hraðast vinnur. Refsistig eru gefin ef hlutar brautarinnar eru felldir. Þetta er góðgerðarmót og rennur öll innkoman til krabbameinssjúkra barna. Það eru þær Súsanna Katarína og Harpa Sigríður sem eiga hugmyndina að mótinu, stilla því upp og smíða verðlaunagripi. Öll vinna við mótið verður í sjálfboðavinnu. Við kvetjum alla Mosfellinga til að mæta í reiðhöllina þennan dag, horfa á frábæra skemmtun og styrkja gott málefni.