Nýr samningur milli Harðar og Mosfellsbæjar

Sæl verið þið,

Nú er verið að ganga frá samningi um uppgræðslu og lífræna losun hestataðs á Langahrygg (við Stardal) á milli Harðar og Mosfellsbæjar, en hugmyndin er sú að við fáum svæðið til umráða ásamt skóræktinni og förum í samstarf um að græða það upp.  Við notum þannig hrossataðið til að byggja upp jarðveg og skóræktin plantar trjám og skjólbeltum á svæðinu.  Þegar fram líða stundir verður þarna framtíðar beitarland okkar, reiðleiðir og útivistasvæði Mosfellinga.  Þessi áætlun er metnaðarfull og samræmist reglum Evrópusambandsins um losun á lífrænum úrgangi og sjálfbærni.  Fyrir okkur þýðir þetta fyrst og fremst örugga og kostnaðarlitla

Nánar...

Fjölskyldustemning á stórsýningu Hestadaga

hestadagar 2011

Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi hestamanna, nefnilega Knapamerkin.

Nánar...

Sölusýning Harðar í reiðhöllinni í kvöld

Hér má sjá lista yfir söluhross á sölusýniningu haldinn í dag fimmtudag 31.03 2011 í Reiðhöll Harðar kl. 20.00

Særekur frá Torfastöðum – IS1999188502
Faðir: Hárekur frá Torfastöðum
Móðir: Vera frá Kjarnholtum
 Umsögn: Fimmgangshestur sem kann flestar fimiæfingar, vann ísmót í fyrra á Hvaleyrarvatni og úrslit í slaktaumatölti í Meistaradeild ungmenna.

Nánar...

Hestadagar - kynning á Hólaskóla

Kynning á Hólaskóla og sýnikennslaHólaskóli verður með kynningu og sýnikennslu hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 31.mars kl. 17.00.  Kynningin hefst í félagsheimilinu og verður fylgt eftir með sýnikennslu nemenda úr Hólaskóla í reiðhöllinni undir umsjón Eyjólfs Ísólfssonar.

Hestadagar í Reykjavík

Stórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni VíðidalStórsýning fjölskyldunnar reiðhöllinni Víðidal

Föstudagskvöldið 1.apríl næstkomandi verður haldin stórsýning fjölskyldunnar þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu munu sýna atriði, ásamt fleiri góðum gestum.

Dagskrá sýningarinnar verður fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Sýningin byrjar kl 20:00 og kostar 1000 kr inn, frítt fyrir 13.ára og yngri.

Fjölmennum ágætu hestamenn á fjölskyldusýningu í Víðidal.

Hestadagar í Reykjavík rétt handan við hornið

Hestadagar 2011

Nú fer að líða að því að Hestadagar í Reykjavík fari að hefjast.  Um helgina verður nóg um að vera.  Laugardaginn næskomandi  mun reiðskólinn Íslenski hesturinn sjá um hestateymingar á Ingólfstorgi milli 14 og 15, Orrasýning í Ölfushöllinni, og á sunnudaginn er KvennaLífstölt hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu mun renna til Lífs (kvennadeild Landsspítlans).

Nánar...

Skrautreið upp Laugaveginn

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæinu ætla að fara í skrautreið nk. laugardag frá Landspítalanum, inn Lækjargötu, upp Laugaveginn, inn Borgartún framhjá Höfða og inn í Laugardal.  Þar verður svo stórhátíð í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum frá kl. 13.00 til 16.00. Við í Herði mætum að sjálfsögðu með mikið lið.  Hugmyndin er að raða hestamannafélögunum niður í reiðina í starfrófsröð eins og gert er á Landsmótum, Þrír ríða svo samhliða með fána hvers félags og á eftir þeim koma allir þeir félagsmenn sem vetlinigi geta valdið, helst 40 til 50 manns frá Herði. Klæðnaður má vera allavega allt frá venjulegum reiðfötum til karnivalbúninga.  Hestarnir þurfa að þola að feta í rúman klukkutíma án þess að pirrast verulega.  Það er mæting við Landsspítalann kl. 11.30 og lagt af stað kl. 12.00.  Fararstjóri okkar Harðarmanna er  Lilla, en Hófý sér um að halda utan um skráningarnar svo við vitum fjöldann.  Til að skrá sig þarf að senda E-mail til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 698 1778  Stjáni Póstur mun mæta og vera í fararbroddi okkar Harðarmanna.

 

Dagskrá Lífstöltsins

Mótið hefst kl. 10

  • Ingrid frá LÍFI býður fólk velkomið og segir frá LÍFI
  • Sigríður Klingenberg fer fyrir skrautreið á sinn einstaka máta

Meira vanar - kl. 10.30

Byrjendaflokkur – kl. 11.30

Matarhlé kl. 12:30– gómsæt kjúklingasúpa, Kringlur og kakó, samlokur og fleira

Brjóstamjólkurreið - kl. 13.00

  • Vinsælustu sjónvarpspiltar landsins láta til sín taka í keppnisbrautinni fyrir LÍF!

Minna vanar - kl 13.15

Briet Sunna tekur lagið - kl. 14.10

Opinn flokkur – kl. 14:20

Ath! Eftirfarandi tímasetningar úrslita gætu breyst lítillega-fylgist vel með kæru keppendur!

B – úrslit – meira vanar - kl. 15.15

B-úrslit - byrjenda flokki – kl. 15:45

B-úrslit - minna vanar - kl. 16:10

Spennandi uppboð á glæsilegri íslenskri hönnun fyrir konur!

A-úrslit  - meira vanar – kl. 16:50

A úrslit – byrjendaflokkur kl. 17:20

A-úrslit  - minna vanar – kl. 17:50

A-úrslit - opinn flokkur – 18:20

Mótslok – kl. 19:00

Formannsfrúarreið Harðarkvenna

Þann 21.maí stendur félagið fyrir kvennareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Konur og Hestar verða keyrðir á Þingvöll um morguninn, þar verður borinn fram morgunverður áður en riðið verður af stað.  Síðan er riðið sem leið liggur í réttina við afleggjarann í Kjós, þaðan niður í Stardal og um Skeggjastaði og heim.  Þegar heim er komið bíður kvöldverður í Harðarbóli og söngur og gleði fram eftir kvöldi.  Leiðin er um 34 km, eða sem nemur meðal dagleið í hefðbundinni hestaferð og tekur 5 til 6 tíma með stoppum.  Hver kona þarf að 

Nánar...