- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 10 2012 11:17
-
Skrifað af Super User
Fræðslunefnd fatlaðara auglýsir eftir hressum ungmennum og fullorðnum í vinnu til að aðstoða okkur í vetur á námskeiðunum fyrir fötluð börn og ungmenni. Um er að ræða aðstoð nemenda á námskeiðunum. Engin þörf er á sérþekkingu á fötlunum en gott ef þið eruð vön að umgangast hesta :)
Vinnutíminn er á mánudögum og föstudögum kl. 14:45 - 15:45.Lágmarksaldur er 12 ára.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 05 2011 08:42
-
Skrifað af Super User
Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.
Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki og ein verðlaun voru veitt í hverjum þeirra.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 06 2011 16:45
-
Skrifað af Super User
Sjálfboðaliðar óskast til að vinna á reiðnámskeiði fyrir
fötluð börn- og ungmenni hjá Hestamannafélaginu Herði í vetur.
Námskeiðin verða alls fjögur fram að áramótum og
kennt er 1 sinni í viku á mánudögum frá kl. 14:45 - 15:45 og 1 sinni í viku á föstudögum frá kl. 14:45 -
15:45. Hvert námskeið eru 5 skipti í senn. Kennt er í reiðhöll Harðar í
Mosfellsbæ. Námskeiðin byrja mánudaginn 19.september 2011.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 23 2011 23:39
-
Skrifað af Super User
Kæru félagsmenn
Vegna keppnismóts fatlaðra ungmenna verður höllin lokuð fyrir almenna
notkun föstudaginn 27.maí frá kl. 16 - 19.30 en öllum er velkomið að koma og fylgjast með.
Fræðslunefnd fatlaðra.