Reiðnámskeið.

Helgarnámskeið 17.18. og 19. febrúar. Sölvi Sigurðarson reiðkennari C og Susi Braun dýralæknir og hestahnykkjari halda námskeið þar sem farið er almennt í þjálfun hests í upphafi vetrar. Skráning og frekari upplýsingar hjá Margréti 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. TIL OG MEÐ 15. FEBRÚAR.

Nánar...

Morgunverðarfundur í Harðarbóli

Fóðrun og þjálfunarferill hests á húsi. Laugardaginn 11.febrúar klukkan 11, verður Svanhildur Hall með erindi þar sem farið verður yfir þjálfun og hirðingu hests, þol og liðleika. Hvernig á að láta hestinn toppa á réttum tíma? Hvernig á að meta fóðurþarfir og bregðast við mismunandi þörfum hesta? Verð er 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Allir velkomnir, Fræðslunefnd Harðar.

Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur og fræðsla verður í Harðarbóli laugardaginn 4. febrúar klukkan 11:00. Sýnd verður mynd frá Landsmóti hestamanna árið 1954 á Þveráreyrum í Eyjafirði, ýmsar stórstjörnur.

Frumtamningarnámskeið

Ingimar Sveinsson (Hvanneyri) heldur frumtamningarnámskeið "af frjálsum vilja" hjá Herði dagana 3. til 5.febrúar. Lágmarks þáttaka er 7 manns. Þáttakendur mæti með tamningartrippi. Verð kr. 15.000.-, Skráning hjá Margréti í síma: 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1.febrúar.

Laugardagsfræðsla - morunverðarfundir

Fræðslufundir með morgunverði verða í Harðarbóli á laugardögum í vetur kl 11.00. Fyrsti fundurinn verður á næsta laugardag, þann 28.janúar, en þá mun Sigurbjörn Bárðarson fjalla um fimiæfingar, tegundir og tilgang, einkum sem undirbúning fyrir tölt og skeiðþjálfun. Verðlagningu er stillt í hóf eins og á síðasta ári eða 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Af frjálsum vilja.

Tamninganámskeið Ingimars Sveinssonar "Af frjálsum vilja" verður haldið 11. 12. og 13. arpíl n.k. Pláss er fyrir 8-9 þáttakendur á námskeiðinu sem kostar 15.000 krónur. Kennt verður föstudaginn 11/4 frá kl. 16:00, allan laugardaginn og fram til kl. 16:0 á sunnudeginum. Þegar hafa nokkrir skráð sig og áhugasamir Harðafélagar eru beðnir hafa hafa samband við fræðslunefndsem fyrst.  Eftirspurning eftir þessu námskeiði er mikil og talsverður fjöldi utanfélagsmanna hefur óskað eftir því að fá að taka þátt, en Harðarfélagar ganga að sjálfsöðgu fyrir.  Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst!!!!!

Morgunverðarfundur 30. apríl.

Morgunverðarfundur verður í Harðarbóli laugardaginn 30. apríl. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, verður með fræðsluerindi næstkomandi laugardag kl 11:00, um upprunaættbók íslenska hestsins - World Feng, notkunarmöguleika hans, hverjar skráningarskyldur hestamanna eru og fleira, auk þess að svara fyrirspurnum. Verð fyrir fyrirlestur og morgunmat er 500 kr.fyrir fullorðna, frítt fyrir börn en 200 kr. fyrir unglinga og ungmenni. Allir velkomnir! Fræðslunefnd Harðar.

Frá fræðslunefnd Harðar.

Nú ætlar fræðslunefndin að reyna að ganga til samninga við einhverja reiðkennara í sumar fyrir námskeið næsta vetur. Okkur langar að fá ábendingar frá ykkur félagsmönnum um hvernig námskeið þið mynduð vilja fara á eða ef þið óskið eftir einhverjum sérstökum kennurum.

Nánar...

Skipting á námskeið hjá Friðdóru og Oddrúnu

Hópaskipting á keppnisnámskeiði hjá Friðdóru og Oddrúnu: Námskeiðin eru tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum Kl. 18.00 Sigurgeir Erna Margrét Grímur Óli Hólmfríður Rut Kl. 19.00 Þórunn Gíslad. Birta Árdal Gestur Guðmundsson Hildur Þórisd. Ef einhver nöfn vantar á listann, vinsamlegast hafið þá samband við Elínu í síma 864-8104, eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.