- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 18 2012 13:22
-
Skrifað af Super User
Kæru félagsmenn,
Nú er félagsstarfið komið í fullan gang og þegar illa viðrar þá nýta margir sér þá frábæru inniaðstöðu sem reiðhöllin er. Við höfum komið því þannig fyrir að félagsmenn geta mætt í reíðhöllina með hestinn sinn á hvaða tíma sem er, fremri hlutinn er alltaf opinn almenningi, jafnvel þó reiðnámskeið sé í innri hlutanum með einni undantekningu, við urðum að setja einn reiðtíma barna í viku í fremri hlutann og verður reiðhöllin því lokuð þennan klukkutíma í viku.
Við viljum biðja ykkur að kynna ykkur reiðreglur í reiðhöllinni því þar gilda ákveðnar umferðarreglur, sem reyndar eru alþjóðlegar, sem koma í veg fyrir árekstra og vandræði.
Skilyrði fyrir því að mega nota reiðhöllina er að vera skuldlaus meðlimur í Herði og vera með rafrænan lykil sem kostar 4.000.- kr. fyrir árið. Lykill er gefinn út á kennitölu einstaklings og má hann einn nota sinn lykil. Það er stranglega bannað að lána eða fá lánaða lykla. Þetta lága árgjald byggir á því að allir sem nota reiðhöllina greiði fyrir sinn lykil. Við höfum því miður tekið eftir að fólk er að fá lánaða lykla, kaupa jafnvel einn lykil fyrir hesthúsið sem allir nota, eða kaupa lykil fyrir barnið sitt á unglingaverði og nota svo lykilinn sjálf. Ég trúi því ekki að félagsmenn séu að gera þetta gegn betri vitund, en kenni ókunnugleika um. Nú verður þetta kynnt rækilega þannig að enginn geti borið við fáfræði. Ef síðan einhver sést í reiðhöllinni með annarra manna lykil fær hann og eigandi lykilsins eina áminningu, ef það gerist aftur verður viðkomandi lykli lokað og nýr lykill ekki gefinn út á kennitöluna fyrr en að mánuði liðnum og þá gegn nýrri greiðslu.
Reiðhöllin er vöktuð innandyra og utan með nettengdum eftirlitsmyndavélum, þegar lykill er notaður byrtist nafn og kennitala eigandans á tölvuskjá reiðhallarinnar. Það er því mjög áberandi og augljóst þegar lykill er misnotaður.
Það er leiðinlegt að þurfa að vera með svona tuð, en rekstrarforsendur reiðhallarinnar okkar byggja á því að allir sem nota reiðhöllina greiði þetta lága árgjald.
Njótið reiðhallarinnar, kveðja Guðjón formaður
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 13 2012 15:19
-
Skrifað af Super User
Kæru félagar,
Þar sem uppselt er á þorrablótið og húsið fullt að því marki sem eldvarnaryfirvöld leifa verður húsið lokað öðrum en matargestum til kl. 21.30. Eftir það eru félagsmenn sem ekki mæta í matinn velkomnir, enda einhverjir matargestir þá væntanlega farnir
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 04 2012 11:15
-
Skrifað af Super User
Kæru félagsmenn.
Nú líður hratt að Þorra. Við viljum taka forskot á sæluna og halda félagsþorrablótið þann 14 jan. kl 18:00 í Harðarbóli. Blótið verður með sama sniði og í fyrra, matur frá Múlakaffi og miðinn kostar 3500 kr á manninn.
Guðjón og Hákon munu halda upp stuðinu frameftir kvöldi með sinni alkunnu snilld. Það er ekkert betra en að enda góðan reiðtúr á góðum degi en í góðum félagskap í félagsheimilinu okkar.
Þeir sem ætla að mæta verða að skrá sig hjá Rögnu Rós í síma 866-3961 eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. fyrir miðvikudaginn 11 jan.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 12 2012 16:53
-
Skrifað af Super User
Kæru félagsmenn.Það er okkur ánægja að tilkynna ykkur að nú er orðið UPPSELT á þorrablótið okkar Harðarmanna. Þökkum frábæra þátttöku og hlökkum til að hittast og eiga ánægjulega þorramáltíð og -skemmtun með frábæru fólki.
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 03 2012 16:59
-
Skrifað af Super User
Dagskrá hefur verið birt á vef Harðar. Enn á eftir að bætast inn í dagskránna frá nokkrum nefndum sem mun koma út á næstu dögum.