- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 17 2012 17:43
-
Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar
Nú er tími til að
kveðja. Ég er búinn að sitja í stjórn félagsins í bráðum tíu ár og þar af sem
formaður í fimm og hafa aðeins tveir af þeim 18 formönnum sem stýrt hafa Herði
gegnum tíðina setið lengur. Þau verk sem ég einsetti mér að vinna
eru í höfn, ég er svo að segja búinn að krossa við allt á mínum
verkefnalista. Þá er rétt að aðrir taki við keflinu og færi það inn í
nýja og spennandi tíma, en ég mun ekki gefa kost á mér sem formaður félagsins á
aðalfundi félagsins sem er í kvöld.
Það
er þó með nokkrum trega að ég kveð, því Hestamannafélagið Hörður er mér afar
kært og hefur fært mér og minni fjölskyldu ótaldar ánægjustundir. Ég vil þakka ykkur öllum sem starfað hafa með
mér fyrir frábært samstarf og samstöðu í gegnum súrt og sætt, en þessi ár sem
við höfum starfað saman hafa reynst Herði ákaflega gjöful bæði félagslega og fjárhagslega
þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem hafa ríkt hjá okkur sem þjóð.
Takk fyrir mig,
Guðjón Magnússon
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 22 2012 19:23
-
Skrifað af Super User
Þá er komið að því að skipuleggja fánareið okkar
Harðarmanna við setningarathöfn landsmótsins sem verður fimmtudagskvöldið 28.
júní.
Fyrirkomulagið á að vera þannig að fremst fer einn fánaberi, síðan koma
fimm knapar samhliða, síðan aðrir fimm og þannig koll af kolli. Sá fjöldi sem
getur tekið þátt í fánareiðinni á því að vera 6, 11,16 eða 21 o.s.frv. eftir
því hvað við náum í mörg fimm manna holl. Þeir sem taka þátt í reiðinni þurfa
að vera á meðfærilegum hestum og klæðast félagsbúningi Harðar, hvítum reiðbuxum,
hvítri skyrtu og grænum jakka.
Þeir sem hafa áhuga á og geta verið með
vinsamlegast sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.