Frosnar heimæðar

Mosfellsbær bað okkur að koma því á framfæri við hesthúseigendur að þeir gæti að því að vatnsinntökin í hesthúsin séu frostvarin með einangrun og hitaþræði ef á þarf að halda.  Í frostinu um daginn fraus í tveim leiðslum og flæddi inn í hesthús af þeim sökum. 

Þorrablót Harðar

Þorrablót Harðar verður haldið í Hiarðarbóli laugardaginn 22.janúar.  Reiknað er með að gestir mæti beint af hestbaki  um kl. 17.00, í reiðfötum eða kúrekaátfitti.  Fjöldasöngur undir borðum.  Miðaverði haldi í lágmarki og dagskráin með svipuðu sniði og í fyrra (dans og fjör fram eftir kvöldi)  Húsið tekur aðeins um 80 manns svo ekki draga lengi að taka frá miða.  Miðapantanir eru hjá Makkernum Gumma B. í síma 8565505

Hestar fyrir kennslu fatlaðra

Búið er að leysa hestaþörfina fyrir kennslu og þjálfun fatlaðra, en það tókst á þann hátt að fyrirtækið Hestmennt ehf, sem er í eigu þeirra Beggu og Tótu leggur til 3 hesta sem henta í starfið auk þess að þær leggja til húsnæðið fyrir þá fram á vor.  Hestalist ehf gefur spón undir hestana og Bessi heysali gefur hey fyrir hestana fram á vor.  Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta rausnalega framlag til málefnisins, en með því eru mest aðkallandi málin leyst og ekkert því til fyrirstöðu að við getum hafið kennslu og þjálfun fyrir fatlaða hér í Herði í byrjun febrúar og verða þau námskeið aulýst ásamt öðrum námskeiðum fljótlega.

Svona hefst þetta allt þegar allir leggjast á eitt ! 

Þrettándabrenna

Stjórn Harðar óskar öllum félagsmönnum gleðilegs árs, þökkum fyrir gott samstarf á liðnu ári og hlökkum til starfsins á því nýja.

Við minnum á að þrettándabrennan með tilheyrandi flugeldasýningu í Mosfellsbæ verður á sunnudagskvöld.  Þá er nauðsynlegt að hafa auga með hestunum, hafa kveikt ljós í hesthúsunum og útvarp í gangi. 

Stjónin

Reiðhöllin - aðgangsreglur

Af gefnu tilefni viljum við leiðrétta þann misskilning sem virðist í gangi að nóg sé að hafa einn reiðhallarlykil hangandi í hesthúsinu sem allir geta notað.  Ef þetta væri svona þyrfti hver lykill að kosta 50.000.- krónur til að dæmið gengi upp í stað 4.000.- króna í dag.  Reglurnar eru því þessar:  Til að fara inn í reiðhöllina með hest þarft þú að stimpla þig inn með lykli sem er skráður á þína kennitölu.  Hurðin opnast þá sjálfkrafa.  Ef hurðin er opin þarft þú engu að síður að stimpla þig inn. Þú mátt ekki ganga inn með öðrum nema að stimpla þig inn.  Þetta er mjög mikilvægt til að við getum fylgst með og fáum marktæka mælingu á notkun reiðhallarinnar. Lykklar kosta 4.000.- kr. og fást hjá Guðmundi Björgvinssyni  (Gummi B, Makkerinn) sími  856 5505.  Hann er yfirleitt við í reiðhöllinni eftir kl. 17.00 á daginn.Þetta er reiðhöll okkar Harðarmanna og við gerum þá kröfu á okkur sjálf að við göngum vel og heiðarlega um hana.  Ef lykill er lánaður eða misnotaður á annan hátt verður honum lokað án frekari viðvörunar.  Við minnum á að reiðhöllin er vöktuð með öryggismyndavélum.

Reiðhallarnefnd

Íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar

Við eigum að tilnefna einstaklinga til íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2010.  Hörður hefur unnið þennan titil í tvö skipti á síðastliðnum 4 árum, Lindu Rún Pétursdóttur í fyrra og Halldór Guðjónsson fyrir þrem árum síðan.  Það er á ábyrgð formanns félagsins að tilnefna þessa aðila og óska ég hér með eftir ábendingum og upplýsingum um móta og keppnisárangur þeirra sem þið teljið að komi til greina á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. janúar.  Aðilar þurfa að hafa skarað fram úr í íþróttinni á einhvern hátt.

Kveðja Guðjón formaður

 

 

Hörður fær 700.000.- kr styrk frá Góða Hirðinum

Góði hirðirinn er eins og allir þekkja góðgerðarstarfsemi á vegum Sorpu þar sem nýtanlegum hlutum sem hefur verið hent er haldið til haga og seldir.  Ágóðanum af þessu er síðan deilt út til góðgerðarmála einu sinni til tvisvar á ári.  Í ár vorru það Hjálparstarf Kirkunnar,Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn, Bandalag kvenna, Hringsjá, Umhyggja, Stígamót og Hestamannafélagið Hörður sem hlutu styrki.  Við erum, skiljanlega, stoltari en orð fá lýst að vera í þessum hópi.   Styrkurinn var veittur til að við getum látið sérsmíða tvo hnakka fyrir fatlaða, en við stofnuðum fræðslunefnd fatlaðra hér í Herði á haustdögum.  Ég fór ásamt Auði, formanni fræðslunefndar fatlaðra til að taka á móti styrknum í morgun og Auður pantaði hnakkana í kjölfarið.   Verið er að sérvelja 4 til 5 hesta í verkefnið og verða þeir væntanlega komnir á hús í janúar. Hugmyndin er sú að fá fyrirtæki eða einstaklinga til að taka að sér uppihaldið á einum hesti hvert, en nú þegar hefur einn aðili tekið að sér einn hest.  Okkur vantar því enn styrkaraðila til að greiða fyrir uppihald 3. til 4. hesta, en þar til það er í höfn leysum við málið á annan hátt, þrengjum að okkur í eigin húsum og dreifum hestunum á milli okkar ef ekki annað.

Sem sagt, því langþráða markmiði okkar að þjálfun fatlaðra geti hafist hér í Herði er náð og fer í gang af fullum krafti eftir áramótin.

Kveðja Guðjón

Líkamsrækt fyrir Harðarfélaga

Öllum Harðarfélögum býðst nú að koma og æfa Hjá Eldingu, líkamsræktarstöð þeirra Hjalta og Höllu í íþróttahúsinu á sérstöku samningsverði eða 18.000.- kr. á ári.  Nú er engin afsökun lengur, því einfaldara getur þetta ekki verið.  Bara mæta, borga þetta tombólugjald og byrja að æfa.  Við Anna höfum æft þarna í nokkur ár og mælum með aðstöðunni, þetta er heimilisleg stöð, án nokurra fordóma eða tilgerðar þar sem hver púlar á sinn hátt.  Hér æfa einnig aðrir Harðarfélagar nú þegar svo þið verðið ekki eina hestafólkið á staðnum. 

Kveðja Guðjón