Formannafundur hjá LH
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Laugardagur, maí 29 2010 12:34
- Skrifað af Super User
Kæru félagar
Í gær var haldinn formannafundur allra hestamannafélaga landsins hjá LH. Markmið fundarins var að kortleggja hvernig staðan á hestapestinni er á landsmælihvarða með tilliti til þess hvort, og þá með hvaða hætti ætti að halda landsmót í ár. Niðurstaðan virðist vera að pestin er útbreydd um nánast allt land. Þau fáu svæði sem ekki voru sýkt eru að byrja ferlið núna. Lögð voru fram gögn sem sýndu að ferli pestarinnar er frá 7 til 10 vikur. Það ber þó að taka með varúð þar sem rétt liðlega 10 vikur eru liðnar frá því að veikin greindist og því getur enginn í reynd vitað hvernig framhaldið verður.
Í lok fundarins voru lagðar fram tvær ályktanir sem báðar voru samþykktar einróma. Fyrri ályktunin gekk út á að að LH hefði velferð hestsins í fyrsta sæti þegar ákvörðun um landsmót væri endanlega tekin, hin var áskorun til yfirvalda um að þau beittu sér fyrir því að komast að þvi hvernig þetta smit hefði borist til landsins og að framkvæmd sóttvarna verði stórbætt.
Ákvörðun um það hvort landsmót verði haldið í ár verður tekin á mánudaginn. Miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum þá er ég á þeirri skoðun, þó hart sé, að ekki sé verjandi að halda landsmóti í ár.
Kveðja, Guðjón