- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 23 2011 15:30
-
Skrifað af Super User
Að gefnu tilefni viljum við minna á að lausaganga hunda er bönnuð í hesthúsahverfinu og á reiðvegum í Mosfellsbæ, eins og annarsstaðar í sveitafélaginu. Það hefur oft legið við slysum á fólki þegar lausir hundar hlaupa að hestum og fæla þá. Við viljum einnig vekja athygli á því að nokkur nýleg tilfelli eru um hunda sem hafa slasast mjög alvarlega eftir að hestur sparkar í þá. Sem sagt hundar eru velkomnir í hesthúsahverfið, en í bandi !
Kveðja stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 21 2011 22:11
-
Skrifað af Super User
Dagana 28.mars - 2.apríl munu
hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Icelandair Group og
Reykjavíkurborg standa fyrir glæsilegri vikulangri dagskrá þar sem íslenski
hesturinn verður í aðalhlutverki.
Hestamannafélögin Andvari, Gustur, Hörður,
Fákur, Sörli, Sóti og Máni hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem allir
landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 10 2011 17:08
-
Skrifað af Super User
Bikarkeppni hestamannafélaganna hefst á morgun
föstudag hér í Harðarhöllinni kl. 20.00. Keppt verður í þrígangi þar sem fjórir hestar keppa frá hverju
félagi, tveir af þeim keppa í fegurðartölti, brokki og stökki en hinir
keppa í tölti, brokki og skeiði. Að forkeppni lokinni eru tvenn úrslit.
Stig reiknast eftir forkeppni.
Athugið að líka er keppni um besta stuðningsliðið
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 10 2011 09:27
-
Skrifað af Super User
Gríðarlegt álag er nú á reiðhöllinni vegna mikillar kennslu og fjölgugnar námskeiða, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þrátt fyrir það höfum við lagt áherslu á að helmingur reiðhallarinnar sé alltaf laus fyrir þá sem vilja mæta og vinna með sinn hest einir. Þetta hefur kallað á mikla og erfiða samræmingu hjá þeim sem standa fyrir námskeiðahaldi á vegum félagsins, eða æskulýðsnefnd, fræðslunefnd og fræðslunefnd fatlaðra. þegar loksins var búið að koma dagskránni nokkurn vegin saman var einn kennslutími óleystur. Það var því ákveðið að brjóta megin regluna og setja tímann í fremri hluta reiðhallarinnar á miðvikudögum frá kl. 16.00 til 17.00. og þar með loka á aðra notkun þennan klukkutíma í viku. Ég veit að það er fullur skilningur á þessu hjá ykkur kæru félagsmenn, en það fórst fyrir að auglýsa þetta og kynna sem leiddi til leiðindar uppákomu í reiðhöllinni þegar reiðkennari þurfti að vísa félagsmönnum frá á þessum tíma. Ég bið hlutaðeigandi afsökunar á þessari yfirsjón sem ég tek að fullu á mig og vona að allir geti notið reiðhallarinnar sem mest, en þenna klukkutíma í viku þurfum við að víkja fyrir æskulýðsstarfinu á meðan þetta tiltekna námskeið er í gangi.
Guðjón formaður