Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011 til Hestamannafélagsins Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
- Skrifað þann Mánudagur, desember 05 2011 08:42
- Skrifað af Super User
 Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.
Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.
Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki og ein verðlaun voru veitt í hverjum þeirra. 


