Hefur þú tíma aflögu til að vinna í frábæru umhverfi með frábæru fólki?
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
- Skrifað þann Þriðjudagur, september 06 2011 16:45
- Skrifað af Super User
Sjálfboðaliðar óskast til að vinna á reiðnámskeiði fyrir fötluð börn- og ungmenni hjá Hestamannafélaginu Herði í vetur.
Námskeiðin verða alls fjögur fram að áramótum og kennt er 1 sinni í viku á mánudögum frá kl. 14:45 - 15:45 og 1 sinni í viku á föstudögum frá kl. 14:45 - 15:45. Hvert námskeið eru 5 skipti í senn. Kennt er í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin byrja mánudaginn 19.september 2011.
Verkahringur sjálfboðaliða er margvíslegur en felst aðallega í því að hjálpa til við að undibúa krakkana áður en þau fara á bak, Aðstoða við að teyma hestana undir þeim eða ganga með þeim sem þurfa. Starfið er ótrúlega skemmtilegt og gefandi og þó sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af því að umgangast hesta og vera í þessu umhverfi. Aldur er nokkurn veginn afstæður, allt frá unglingsaldri og upp í eldri borgara sem myndu langa til að lífga upp á vikuna og fá sér smá göngurækt í leiðinni í skemmtilegu umhverfi .
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að taka þátt í skemmtilegu verkefni í vetur.
Netfang; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 898-6017/899-7299
Fræðslunefnd fatlaðra