Félagsvinna á Landsmóti

Nú fer að líða að Landsmóti sem er í Reykjavík að þessu sinni eins og allir vita. Landsmót ehf, þar sem ég sit í stjórn, kom á þeirri stefnu að fá hestamannafélögin aftur að Landsmótunum með virkum hætti. Við gerðum það þannig að öll léttari störf á svæðinu eru unnin í sjálfboðavinnu af félögum í hestamannafélögunum. Félag viðkomandi starfsmanns fær svo greiddar 1.500.- krónur fyrir hverja unna vinnustund. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er tvíþættur, annars vegar að færa Landsmótið nær hestamannafélögunum og gefa félagsmönnum innsýn í framkvæmd mótanna, hins vegar að færa fjármuni frá Landsmótunum inn í félögin þar sem þau nýtast til góðra hluta í félagslífinu.  Þetta fyrirkomulag var

Nánar...

Ábending til stóðhestaeiganda

Það er alltaf sjálfsagt að taka tillit og bera virðingu hvort fyrir öðru. Það er hluti af því að lifa í góðu samfélagi. Í hesthúsahverfum þar sem jafnvel margir aðilar eru í hverri lengju og gerði ná saman þá er það eðlilegt að taka tillit til nágrannans. Þeir hesteigendur sem eru með stóðhesta í sínum húsum og gerði sem notuð eru fyrir þá eru samliggjandi öðrum gerðum, er bent á að hafa gerðin þannig, að stóðhestar nái ekki í/til hesta sem eru í nærliggjandi gerðum. Bent er á að skv. 7. gr reglugerðar nr. 059/2000 um vörslu búfjár, skal hæð skilveggja vera minnst 2,0 m. og vera það þéttklæddir að hross í nærliggjandi gerðum nái ekki saman.

Í 7 grein ofangreindrar reglugerðar segir svo:

"Kröfur um vörslu graðpenings.

Nánar...

Lífstölt Harðar 2012, úrslit

Frábæru Lífstöltsmóti kvenna lauk í gær í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar.
Mótið er haldið til styrktar Lífs og safnaðist  tæplega 1.200.000 milljón króna.
Lífstöltsnefndin þakkar öllum þeim aðilum sem komu að mótinu, dómurum, skemmtikröftum og starfsmönnum og vert er að taka fram að allir gáfu vinnu sína til mótsins.
Hér að neðan má sjá úrslit mótsins.

Nánar...

Lífstöltið- frjáls framlög

Á morgun laugardaginn 24. mars fer fram í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ Lífstöltið sem er góðgerðarmót til styrktar Lífi, kvennadeild LSH. Þeir sem ekki eiga kost á að taka þátt í mótinu né koma á staðinn geta lagt fé til styrktar kvennadeildinni inn á reikning 0549-26-50169 kt 650169-4259.

Sjá nánar um lífstöltið með því að smella hér

Félagsgjöld og reiðhallalyklar

Kæru Harðarfélagar.

Þann 23. febrúar mun öllum ógreiddum reiðhallalyklum verða lokað. Eins verður lokað hjá þeim sem ekki hafa greitt félagsgjöldin, einungis skuldlausir félagsmenn hafa aðgang að reiðhöllinni. Eins vil ég minna ykkur á að reiðhallalykillinn gildir fyrir eina kennitölu, ekki einn lykill á eitt hús. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar endilega sendið fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í Rögnu Rós í síma 866-3961.

Rekstrarstjóri

Lokun á ógreidda reiðhallarlykla

Þann 15.febrúar verður samkeyrður greiðslulisti yfir greidd félagsgjöld við tölvukerfið sem stýrir reiðhallarlyklunum og þá lokast fyrir aðgang þeirra sem ekki hafa greitt félagsgjöld og gjaldið fyrir reiðhallarlykilinn fyrir árið 2012 . Við hvetjum ykkur sem enn hafa ekki greitt til að ganga frá greiðslu fyrir þann tíma svo þið komið ekki að lokuðum kofanum.

Við minnum svo enn og aftur á að reiðhallarlyklar eru skráðir á kennitölu og má aðeins sá sem ber rétta kennitölu nota lykilinn. Þeir sem lána lykil eða fá lánaðan lykil fyrirgera rétti sínum til að nota reiðhöllina í tiltekinn tíma.  Þetta er reiðhöllin okkar svo við göngum að sjálfsögðu um hana eins og heimilið okkar (eða betur), og þrífum upp eftir hestana.  Athugið að reiðhöllin er myndavélavöktuð !

Enn um lausa hunda

Kæru hundaeigendur, ég vil enn og aftur minna ykkur á að bannað er að vera með lausa hunda á Harðarsvæðinu og reiðvegunum (sem og öðrum stöðum í Mosfellsbæ). Hundaeftirlitið fylgist vel með hverfinu og reiðvegunum vegna þeirra tíðu óhappa og slysa sem hundar hafa valdið reiðmönnum og tóku tvo lausa hunda í síðustu viku. Eigendur þeirra þurftu svo að leysa þá út, en það kostar 23.500.-á hund.  Fyrir utan peningaútgjöldin þá getur ykkur ekki liðið vel með að  leggja félaga ykkar í hættu, vitandi það að hundar hafa valdið alvarlegum slysum á reiðmönnum hér á svæðinu.

 

Árgjöld í klúðri

Þau leiðu mistök urðu að bankinn sendi út greiðsluseðla fyrir árgjöldum á alla félagsmenn, líka börn og eldri borgara, og með einni upphæð, eða 7.500.- krónum.  Einnig var sent út fullorðinsgjald á alla vegna reiðhallarlykla.  Það er verið að leiðrétta þetta í heimabönkunum en það rétta er að fullorðinsgjald (21-69 ára) er 7.500.- auk 4.000.- kr. fyrir þá sem eru með reiðhallarlykil. Börn undir 11 ára aldri greiða ekkert í félagsgjöld, 12-20 ára greiða 2.000.-kr.í félagsgjöld.  Við biðjumst velvirðingar á þessu leiðindar klúðri og vonum að þetta sé komið í lag.

Sigurður Teitsson fær starfsmerki UMSK

88. Siggi Teits við móttöku starfsmerkis UMSKársþing UMSK var haldið í gærkvöldi í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Um áttatíu þingfulltrúar sátu þingið frá nítján aðildarfélögum. Að venju voru afhendar viðurkenningar en Sigurður Teitsson (Siggi Teits) var afhent starfsmerki UMSK sem er viðurkenning fyrir góð störf fyrir sambandið eða aðildarfélögin.

Nánar...

LAUSAGANGA HUNDA

Af gefnu tilefni viljum við koma því skýrt á framfæri að lausaganga hunda er bönnuð á Harðarsvæðinu og reiðgötum Mosfellsbæjar, eins og annars staðar í Mosfellsbæ. Lausir hundar geta verið hvimleiðir í íbúðarhverfum, en í hesthúsahverfum og á reiðgötum eru þeir beinlínis hættulegir, án þess þó að nokkuð sé að hundinum í sjálfu sér.  Það eitt að hann er laus og er á vitlausum stað á vitlausum tíma þannig að hestur fælist er hættulegt.  Það hafa því miður orðið mjög alvarleg slys hér á Harðarsvæðinu af völdum hunda sem fælt hafa hesta, þannig slasaðist kona í fyrra það alvarlega að hún getur ekki farið á hestbak í dag, nærri ári eftir slysið þegar laus hundur stökk skyndilega út á reiðveginn fyrir framan hana. Nú í ár er búið að tilkynna um nærri tug tilfella þar sem hestar hafa fælst vegna lausra hunda og ýmist orðið slys eða legið við slysi, og aðeins mánuður liðinn frá því að tekið var inn.

Nánar...