Hestadagar í Reykjavík
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, desember 13 2010 11:48
- Skrifað af Super User
Áætlað er að Hestadagar í Reykjavík verði haldnir daganna 31. mars til 2. apríl 2011. Þetta er í fyrsta skiptið sem þessir dagar eru haldnir og er hér um að ræða spennandi tímamóta verkefni í samstarfi Reykjavíkur og hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hörður tekur þátt í þessu ásamt öðrum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrstu koma Gyða Á. Helgadóttir og Reynir Örn Pálmason að þessu með mér, en þegar nær dregur þurfa nær allar nefndir félagsins að koma að málinu.
Uppsetning viðburðar er hugsaður á þessa leið
Á mánudegi til fimmtudags eru hestamannafélögin ásamt ræktunarbúum í kringum höfuðborgina með opin hús og litla viðburði sem auglýstir eru á vefsíðu Hestadaga í Reykjavík. Helgina á undan er Orrasýning sem án efa mun draga til sín töluvert af erlendum ferðamönnum enda stóðhesturinn Orri frá Þúfu goðsögn í huga flestra þeirra sem stunda íslandhestamennsku en það eru ca 130.000 manns í heiminum. Spurning hvort að markaðssetning á báðum viðburðum myndi fá fólk til þess að dvelja lengur á Íslandi?
Á föstudeginum 1.
apríl er stórsýning í Laugardalshöll þar sem ljós, tónlist og samspil
manna og hesta eru í fyrirrúmi.