- Nánar
-
Flokkur: Mótanefnd
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 14 2003 12:00
-
Skrifað af Mótanefnd
Keppanda er frjálst að mæta með sama eða annan hest á mótin að því tilskildu að sami hestur komi ekki fram í öðrum flokkum en einum á sama mótinu.
Keppanda er skylt að láta mótstjórn strax vita ef breytingar verða á hesti eða knapa í skráðum flokki svo forðast megi misskilning á viðkomandi móti gagnvart þuli og upplýsingum til fjölmiðla eftir mót.
Stigagjöfin fer þannig fram;
Efsta sæti gefur 10stig,
Annað sæti 8stig
Þriðja sæti 6stig
Fjórða sæti 5stig
Fimmta sæti 4stig
Allir hinir fá 1stig.
Þeir keppendur sem ekki mæta á seinni mótin eftir að hafa keppt á því fyrsta fá mínusstig, þ.e.- 2stig fyrir hvert mót, þannig að efsti knapi í hverjum flokki eftir fyrsta mót er ekki endilega lokasigurvegari.
Sá knapi sem er efstur stiga í hverjum flokki eftir þrjú mót hlýtur nafnbótina Stigatöltmeistari Harðar 2003
Varðandi yngsta flokkinn, þá er ekki keppt til stiga í þeim flokki.