Hestaveikin

Í samtali við Gunnar héraðsdýralækni áðan kom fram að sífellt fleira bendi til þess að um salmonellu sýkingu sé að ræða.  Það er ill skárra en veirusýking þar sem einfaldara er að stöðva útbreiðsluna.  Hesthúsin sem sýktu dýrin eru í eru merkt með gulum borða.  Hundaeigendur eru beðnir að gæta þess að hundarnir séu ekki lausir þar sem þeir geta étið skít úr sýktum dýrum. Hundar eiga reyndar aldrey að vera lausir í hesthúsahverfinu frekar en annars staðar í Mosfellsbæ.  Við höfum spurst fyrir um hvers vegna sýktu dýrin voru flutt inn í eitt stærsta hesthúsahverfi landsins, en þar munu mannúðar og dýraverndunarsjónamið hafa ráðið, það var fyrsta hugsun manna að koma sjúku hestunum í hús.  Fljótlega var þetta þó stoppað og voru flestir hestarnir fluttir í einangrun í hesthúsið að Teigi.

Ég læt ykkur fylgjast með um leið og ég fæ upplýsingar.

Með bestu kveðju, Guðjón