Tafir á reiðhallarframkvæmdum

Töf á reiðhallarframkvæmdum fer nú senn að ljúka.  Aðalverktakinn hefur átt í verulegum erfiðleikum með að fá gögn frá verkfræðingi sem er undirverktaki hjá honum, en okkur skilst að það sé nú loksins að leysast. Aðstæður á Íslandi í dag eru einnig þannig að allar framkvæmdir liggja meira eða minna niðri frá 15 des til 15 jan á meðan vinnuaflið er í jólafríi í Póllandi.  Við reiknum með að framkvæmdir hefjist að nýju á næsta fimmtudag og verður þá gengið frá norðurhluta svæðisins, Ræsi sett niður í skurð sem þar er og honum lokað, svæðið síðan jafnanð og gert tilbúið til sáningar.  Þá ætti svæðið norðan við reiðstiginn að vera frágengið og verksvæðið minkað sem því nemur. Mön verður gerð meðfram reiðstígnum þannig að hún skýli reiðstígnum frá athafnasvæðinu.  Í framhaldi af þessu munu verktakar koma sér fyrir og hefja uppslátt á undirstöðum.  Reiðhöllin sjálf er nánast fullsmíðuð og tilbúin til flutnings um leið og endanleg staðfesting fæst um samþykkt teikninga verkfræðingsins.