- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Sunnudagur, maí 22 2011 12:04
-
Skrifað af Super User
Sælar allar Formannsfrúarreiðkonur, mikið var dagurinn frábær, er enn að fara yfir
hann í huganum. Allt sem við upplifðum saman
í ólýsanlegu veðri í frábærum hóp undir óskeikulli fararstjórn Lillu. Hugsið ykkur allt sem hefði getað gerst, en
gerðist ekki af því að hópurinn var einhuga um að láta allt ganga upp,
viðvaranir við pyttum, drullu, halla eða annarri torfæru kallaðar aftur íhópinn og látið ganga,
(stökkbreyttist stundum í eitthvað annað ;-O eftir því sem það ferðaðist aftur í hópinn). Hjálpin sem
við fengum á leiðinni frá eiginmönnum og öðrum aðdáendum var
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 18 2011 18:10
-
Skrifað af Super User
Hér eru helstu atriði sem var farið yfir á fundinum í gærkvöldi vegna ferðarinnar:
ATHUGA VEL JÁRNINGAR Á HESTUM
Það
er gott að gefa hestunum vel að éta kvöldinu áður og snemma að morgni
ferðadags (5-6 um morguninn) svo þeir séu vel étnir því það er engin
beit á leiðinni. Áður en konur mæta í morgunverð í Harðarbóli kl. 7.30
setja þær ferðahesta útí gerði með merkta múla, RAUTT tape í faxi þess
hests sem fer alla leið á Skógarhóla, HVÍTT í þá sem koma seinna í
Kjósaskarð. ÖLL reiðtygi (NEMA HNAKKTASKA) og auka hlífðarföt í poka
eða tösku við gerðið, það verður sótt á meðan við erum að borða. Við
erum allar útivistarkonur og kunnum að klæða okkur eftir veðrinu, sem
getur verið ansi fjölbreytt yfir einn dag, en mig langar að
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 16 2011 13:25
-
Skrifað af Super User
Í tengslum við Dag
umhverfisins 2011, sem að þessu sinni er tileinkaður skógum, var á þriðjudag
skrifað undir samning milli Mosfellsbæjar annars vegar og Skógræktarfélags
Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar hins vegar, um skógrækt og
uppgræðslu á Langahrygg í Mosfellsdal. Ástand svæðisins, sem er um
300 hektarar að stærð, hefur verið fremur báglegt með tilliti til gróðurs og
örfoka melar áberandi. Markmiðið með
þessari samvinnu er
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 06 2011 10:51
-
Skrifað af Super User
Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að
taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum. Við ætlum að mæta kl. 10 á
laugardaginn 7. maí í Harðarbóli. Reiknað
er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu.
Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í
kringum okkur. Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við
hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið.
Léttar veitingar að verki loknu.
Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélagið