"Hóstinn"

"Hóstinn" hefur nú náð til okkar Harðarmanna og dreyfist hann hratt út á milli hesthúsa. Í gær var formannafundur hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu og var málið rætt þar.  Ákveðið var að fá dýralækni til að skrifa greinargerð og ráðleggingar um meðferð sýktu dýranna sem birt verður hér á heimasíðunni um leið og hún er tilbúin.  Fákur hefur forgöngu um þetta.

Nánar...

Tiltektardagur

Kæru Harðarfélgar,

Nú er komið að hinum árlega tiltektardegi þar sem við stillum okkur saman og tökum til á félagssvæðinu okkar. Tiltektardagurinn verður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22.apríl.   Það verða ruslagámar við reiðhöllina.  Við ætlum að vera fljót að þessu þar sem margir munu mæta, byrja kl. 10.00 þegar allir eru búnir að gefa og vera búin um hádegi, en þá verður boðið upp á pulsur og hamborgara.  Hestar og menn verða þá búnir að borða, samviskan hrein og allur dagurinn eftir til að leika sér.

Mæting er kl. 10.00 í reiðhöllinni.

Kveðja, umhverfisnefnd, hesthúseigendafélagið og stjórnin

Bikarkeppni hestamannafélagna

Mætum öll á  Bikarkeppni hestamannafélagna  í Reiðhöllinni í Víðidalnum í kvöld kl. 20.00.  Taka með sér trommur, hrossabresti, potta og pönnur og hvetjum okkar menn áfram til sigurs.

 

Við erum í 2 sæti í stigakeppninni, keppendur okkar eru Elías Þórhallsson, Leo Hauksson og Vilhjálmur  Þorgrímsson

Tilkynning frá Matvælastofnun

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skyltsé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eruárið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg. Á þeim 5 árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur orðið afar jákvæð þróun í einstaklingsmerkingum hrossa en betur má ef duga skal.

Nánar...

Fundur um staðsetningu nýs hesthúsahverfis

Kynningar- og umræðufundur um staðsetningu nýs hesthúsahverfis verður haldinn í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00  Fundurinn er hluti af umræðunni um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar og þar verður farið í gegnum mögulegar staðsetningar á nýju hesthúsahverfi.  Núverandi hverfi verður í öllu falli óbreytt, en á einhverju tímabili verður ekki hægt að koma fyrir fleiri húsum þar svo rétt þykir að merkja okkur annan stað fyrir hesthúsahverfi til lengri framtíðar litið.

Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn á fundinum.

Frábær vildarkjör - forsala aðgöngumiða á LM 2010 hafin

Linda Rún og ValurForsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní – 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

Nánar...

Fræðslukvöld og námskeið á Hvanneyri

lbhi.is

 

 

 


Aukin þekking er alltaf af hinu góða og það sem meira er, aukin þekking gerir okkur betri í því sem við eru góð í. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir fræðslukvöld um litaerfðir hrossa og hins vegar námskeið um hross í hollri vist. Yfirlit annarra námskeiða má finna á heimasíðunni www.lbhi.is/namskeid.

Nánar...