Beitarmál
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Föstudagur, maí 21 2010 10:44
- Skrifað af Super User
Nú er sá tími árs sem beitarnefnd félagsins fer yfir beitarmálin og úthlutar beit á þeim beitarstykkjum sem hestamannafélagið hefur til umráða til félagsmanna. Reglurnar eru þannig að beit er úthlutað til eins árs í senn, það hefur þó verið vinnuregla til langs tíma að reyna að leigja sömu einstaklingum sömu beitarstykkin frá ári til árs. Þannig hefur fólk getað komið sér fyrir, lagað, sett upp girðingar og gengið að því frá ári til árs.
Þegar fólk hefur af einhverjum sökum þurft að fara af stykkjunum, (hætta í hestamennsku, flytja úr bæjarfélaginu, stykkið tekið undir byggingar eða annað) hefur hestamannafélagið séð til þess að þær fjárfestingar sem fólk hefur lagt í séu keyptar upp að frádregnum eðlilegum afskriftum. Það er því ekki um neinn hefðarrétt, áunninn eignarrétt eða erfðarrétt að ræða. Um þetta fyrirkomulag hefur verið tiltölulega góð sátt í gegnum tíðina. Það er þó ljóst að