- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 21 2008 10:12
-
Skrifað af Super User
Halldór Guðjónsson var kosinn íþróttamaður Mosfellsbæjar á uppskeruhátíð íþróttamanna í Mosfellsbæ. Þetta er mikil viðurkenning, bæði fyrir Halldór og okkur öll sem stundum þessa íþrótt. Súsanna Ólafsdóttir var tilnefnd í titilinn íþróttakona Mosfellsbæjar, ein af fjórum íþróttakonum.
Halldór er frábær íþróttamaður með mikinn metnað og dugnað í sinni íþrótt. Hann er í fremsta flokki hvar sem hann keppir, auk þess að vera frábær námsmaður sem dúxaði á reiðkennarabraut í Hólaskóla vorið 2007. Árið 2007 var honum sérstaklega afreksríkt þar sem hann náði því að verða Íslandsmeistari í 250 m skeiði.
Afreksferill Halldórs í hestaíþróttum 2007
2sæti á Ístölti Akureyrar febrúar -keppti fyrir hönd Hólaskóla (boðið)
2sæti á opnu íþróttamóti á Sauðárkróki í tölti Meistara
3sæti á opnu íþróttamóti á Sauðárkróki í gæðingaskeiði
1sæti í tölti meistara á Gæðingamóti Harðar (opið tölt)
1sæti í 100m flugskeiði á Gæðingamóti Harðar (opið skeið)
1sæti í 250m skeiði á Gæðingamóti Harðar (opið skeið)
1sæti og Íslandsmeistaratitill í 250m skeiði á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
3sæti í gæðingaskeiði opinn flokkur á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
5sæti í tölti meistaraflokki á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
5-6sæti í fimmgangi opinn flokkur(varpað hlutkesti) á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
Einn hestur sýndur í kynbótadómi í fyrstu verðlaun
Stóð efstur og fékk reiðkennaraverðlaunin á reiðkennarabraut Hólaskóla vorið 2007
Halldór var tilnefndur af fagráði í hrossarækt ásamt íþróttafréttamönnum, einn af 6 knöpum sem Skeiðknapi ársins sem veitt var á uppskeruhátíð hestamanna í nóvember síðastliðnum. Þetta er mikill heiður fyrir hann sem og Hestamannafélagið Hörð