Uppfærð dagskrá félagsins

Sælir Harðarfélagar Nú eru heimsóknir til félagsins og frá félaginu komnar inn á netið. Meðal annars er hin geysivinsæla Fáksreið og Kjötsúpureiðin. Lítið á síðuna "dagskrá 2004" hér til vinstri.

Tilkynning

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í nefndum fyrir félagið, endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða látið formann félagsins vita. Það bráðvantar fólk

Aðalfundur-Breyting

Hinn árlegi aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar verður haldin miðvikudaginn 3 desember næstkomandi en ekki föstudaginn 28 nóvember eins og áður kom fram. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hann fer fram í Harðarbóli og hefst kl 20. Allir Harðarfélagar hvattir til að mæta.

Skyldulesning

Kæru Harðarfélagar og aðrir hestamenn sem halda hesta og ríða út á félagssvæði Harðar- vinsamlegast lesið eftirfarandi! Þar sem mikið af félagsgjöldum er ennþá útistandandi og einnig eru margir á svæðinu sem ekki eru félagar þá vill stjórn hestamannafélagsins vekja athygli á eftirfarandi staðreyndum:

Nánar...

Top Reiter Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna fer fram á Varmárbökkum Mosfellsbæ, dagana 20. 21. og 22. júní. Skráning keppenda fer fram hjá viðkomandi hestamannafélagi, en skráningareyðublöð fást hjá félögunum. Þau eru einnig aðgengileg á netfanginu www.hordur.net, ásamt öðrum upplýsingum. Lokaskiladagur skráninga er 11. júní. Fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

Nánar...

Pollanámskeið - muna að skrá - nokkra laus pláss

Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Mánudaga kl 1630 byrjar 5. Febrúar
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er  lagardagur 27.januar. 

Verð: 2.000 kr

Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti

Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki  og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. 
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Dagsetningar Mánudaga kl1700 byrjar 5. Febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is  - Skráningafrestur er  lagardagur 27.januar. Takmörkuð pláss.

Verð: 2.000 kr

Kökubakstur

Kæru félagar! Fáksmenn eru væntanlegir í heimsókn laugardaginn 10. maí. Að venju leitum við til ykkar með kökur og brauð á veisluborðið. Takið nú fram skálar og sleifar og töfrið fram kræsingar á hlaðborðið svo það megi verða jafn veglegt og hefð er fyrir. Bakkelsinu má koma í Harðaból milli 12 og 14 á laugardaginn.

SÝNUM KARAKTER: HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞJÁLFA SÁLRÆNA OG FÉLAGSLEGA FÆRNI IÐKENDA Í ÍÞRÓTTUM

Stjórn LH boðar foreldra, þjálfara, æskulýðsfulltrúa og aðra fullorðna áhugasama um þetta málefni, á þennan fyrirlestur í reiðhöllinni í Víðidal þann 17. janúar kl. 19:30. Dr. Viðar er magnaður og þetta er málefni sem við hestamenn þurfum að vinna í eins og aðrar íþróttagreinar eru að gera.
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/synum-karakter-ahugaverdur-fyrirlestur