Ný stjórn kjörin á Aðalfundi Harðar
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 29 2010 14:00
- Skrifað af Super User
Aðalfundur Harðar var haldinn í Harðarbóli fimmtudaginn 25.nóv. sl. Guðjón Magnússon var endurkjörinn formaður. Guðný Ívarsdóttir, Gyða Á. Helgadóttir og Sigurður Teitsson sitja áfram í stjórn, enda kosin til tveggja ára í fyrra. Nýir menn í aðalstjórn voru kosnir: Hörður Bender, Sigurður Guðmundsson og Sigurður Ólafsson. Úr aðalstjórn gengu Guðmundur Björgvinsson, Ingimundur Magnússon og Ragnhildur Traustadóttir, en þau voru öll kosin og tóku sæti í varastjórn. Þetta er allt saman sami hópurinn og sátu í aðal- og varastjórn, nema hvað Þórir Örn Grétarson vék sæti fyrir Herði Bender. Tilfæringarnar milli aðal- og varastjórnar eru gerðar þar sem lög félagsins gera ráð fyrir því að 3 menn víki úr aðalstjórn ár hvert. Í reynd skiptir þetta ekki máli þar sem bæði aðal og varastjórn sitja alla stjórnarfundi og hefur sá háttur verið hafður á í fjölda ára.
Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa.