Tímamótasamningur

Tímamótasamningur var gerður milli Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar þann 14. maí sl. Samningurinn felur í sér að Mosfellsbær leggur til 92.000.000.- kr. til reiðhallar sem reyst verður við hlið félagsheimilisins. img_7364 Auk þess var gerður leigusamningur þar sem Hörður leigir allt athafnasvæði hestamannafélagsins á Varmárbökkum án endurgjalds til næstu 50 ára, samningurinn endurnýjast sjálfkrafa að þeim tíma liðnum til 10 ára í senn sé honum ekki sagt upp eftir fyrstu 50 árin.

Hlaðborð fyrir Fáksmenn

Elskulegu félagar, nú eru Fáksmenn að koma í heimsókn þriðjudaginn 1. maí og við ætlum að sjálfsögðu að taka vel á móti þeim. Því biðjum við ykkur að koma með eitthvað á veisluborðið í Harðarbóli. Gott væri að koma með veitingarnar milli 11-12 á þriðjudaginn.

Nýjar reglur um hjálmanotkun á mótum

Við vekjum enn og aftur athygli á nýjum reglum um hjálmanotkun á mótum, en þær ganga út á það að hjálmurinn verður að vera af viðurkendri gerð, þ.e. merktur með CE 1384. Innan í hjálminum er einnig skráð hvaða ár á að hætta að nota hjálminn. Allir aðrir hjálmar eru ólöglegir á mótum samkvæmt FIPO reglum sem við Íslendingar höfum nú tekið upp. Fótaskoðun verður falið að fylgjast með þessu í framtíðinni.

Kjötsúpugrobbdagur

Laugardaginn 3.febrúar verður ekta ilmandi íslensk kjötsúpa, krydduð með smá grobbi á tilboðsverði hjá Jósölum, 800 kr. Öllu svo skolað niður með köldum öl á 500 kr. Heitur heimelis matur í boði í hádeginu alla daga, kaffi og kökur á boðstólum. Hægt að sleppa hestum í gerði og brynna þeim, hægt að kaupa handa þeim tuggu líka ef að komið er langt að! Framvegis verður kjötsúpa alltaf á boðstólum á Laugardögum, 900 kr á mann. Verið velkomin.

Herrakvöld Harðar 2007

Herrakvöld Harðar verður haldið í Harðarbóli 24. febrúar. Skemmtiatriði og tilheyrandi, dúettinn Hljómur skemmtir fram á miðja nótt. Húsið oppnar kl. 24.00 fyrir konur og miðalausa

Ný þjónusta í hestadýralækningum

Dr. Björn Steinbjörnsson, dýralæknir, opnar innan skamms hestaspítala í Mosfellsbæ, nánar tiltekið að Fluguvöllum 2a, Varmárbökkum, á svæði Harðar í Mosfellsbæ. Sjá nánar: Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Veffang: www.hestalaeknir.is Sími: 892 4434

Folaldasýning

Sæl hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu! Við í Sörla ætlum að blása til glæsilegrar folaldasýningar laugardaginn 3. febrúar nk. Við hvetjum félaga í nágrannahestamannafélögunum að koma með sín folöld og sína okkur hvað þau geta.