Velkomin í Mosfellsbæ um hvítasunnuhelgina

Við bjóðum alla hestamenn velkomna til okkar um Hvítasunnuna. Léttar veitingar verða í félagsheimilinu Harðarbóli á laugardag og sunnudag. Tilvalið að ríða í Mosó og taka sprett á leirunum. Íþróttamót verður í gangi fyrir þá sem vilja tylla sér í brekkurnar. Grill og gleði á sunnudagskvöld. Gestagerði fyrir hestana.

Þytur frá Neðra-Seli - Heimasíða

Nú hefur verið opnuð heimasíða með stóðhestinum Þyt frá Neðra Seli. Má segja að þetta sé fyrsti hluti Ófeigshátíðarinnar sem verður nú um helgina í Ölfusshöllinni. Þytur er einn af betri eftirlifandi sonum Ófeigs. Ófeigur var þekktur fyrir mikinn fótaburð, lit og kraft og síðast en ekki síst rými sem erfst hefur mjög vel. http://www.thyturilaufi.is/

Fákur í heimsókn

Fákur kom í heimsókn til okkar á uppstigningardag í blíðskapar veðri. Riðið var á móti hóppnum og mættust menn á bæjarmörkum. Í Harðarbóli beið svo veisluborð, hlaðið af brauði og kökum úr eldhúsum Harðarkvenna. Um 200 manns mættu í kaffið og voru tekjur umtalsverðar fyrir félagið. Dagurinn heppnaðist frábærlega vel í alla staði og er góð byrjun í viðleitni okkar til að efla félagslífið. Stjórn Harðar vill koma sérstökum þökkum til allra þeirra sem hjálpuðust að þennan dag, en dagurinn sýnir og sannar að við getum þegar við viljum.

Langbrókarmót Harðar 2005

Lokaða WR (wild ranking) Langbrókarmótið Á sumardaginn fyrsta var haldið hér á Harðarvöllum, í blíðskapar sumarveðri 2. Langbrókarmót Kvennadeildar Harðar. Mótið þótti takast með eindæmum vel, mikil gleði var og góð þátttaka og var auðséð að konur og ungmenni voru búnar að æfa stíft fyrir mótið og gert sína góðu og allra bestu gæðinga klára fyrir daginn og sást að það kom sér vel að fresta þurfti mótinu vegna veðurs því allir voru vel klárir í slaginn. Nokkrir knapar skáru sig úr hvað varðar stíl og má þar nefna Kristínu Halldórsdóttur sem mætti með höfuðskrautið í lagi, íslenska lopapeysan fór Helenu Jensdóttur afar vel, og skar keppnisnúmerið vel út í sauðalitunum. Tvær knáar stúlkur, Rut og Saga tvímenntu á gæðingnum Dimmu...

Nánar...

Kynning á FIPO reglum

Á þriðjudaginn næstkomandi ætlar keppnisnefnd LH að halda kynningu um FIPO reglurnar fyrir alla hestamenn og eru keppendur og mótshaldarar sérstaklega hvattir til að mæta. Kynningin verður í fundarsal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 19:00. Sjáumst á þriðjudag í Laugardalnum Keppnisnefnd LH

Brotist inn í hesthús!

Brotist inn í Drífubakka 1 um hábjartan dag. Þriðjudaginn 5. apríl á milli kl. 8:00 og 17:20 var brotist inn í hesthúsið að Drífubakka 1. Þjófurinn sem þar var á ferð spennti upp glugga, skreið inn og stal hnökkum og reiðtygjum. Teknir voru tveir nýjir hnakkar af tegundunum: Feldman árg. 2003 og nýr Hrímnishnakkur, svartur með dýnu, auk nokkurra beisla þ.m.t. Sindrastöngum . Upphafsstafirnir HG voru á Sindrastöngunum...

Nánar...

Þolreið frá Víðidal í Laxnes

Laxnes stendur fyrir þolreið frá Víðidal í Laxnes þann 21. maí. Keppt verður í unglingaflokki og meistaraflokki. Dæmt verður eftir hraða og þoli, en dýralæknar munu fylgjast með keppninni, þolprófa og mæla púls. Þeir sem vilja skrá sig í keppnina senda tölvupóst til Póra á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, símanúmer, aldur keppanda, aldur hests og eiganda hests. Veitt erur vegleg verðlaun, miðar á heimsmeistaramótið í Svíþjóð í sumar. Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður og er vissulega kærkomin viðbót í keppnis og félagslífið.

Youth Camp á Íslandi 2005

Youth camp er fjölþjóðleg æskulýðshátið fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára sem haldnar eru annað hvert ár. Þátttakendur koma frá öllum aðildarlöndum FEIF og geta þrír frá hverju landi tekið þátt, en sex frá Íslandi mega taka þátt í ár. Hátíðin verður haldin á Íslandi að þessu sinni, að Ármóti í Rangárþingi ytra og stendur í rúma viku, eða frá 15.-22. júlí Gist verður að Heimalandi undir vestur Eyjafjöllum. Kostnaður er 45.000.- krónur og innifalið í því er...

Nánar...

Járninganámskeið

Járningarnámskeið verður haldið í Hestamiðstöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ dagana 31.mars – 3. apríl (fimmtudag – sunnudags). Möguleiki á FT prófi. Kennari Valdimar Kristinsson. Upplýsingar í síma 8966753 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.