Hestum sleppt, farið varlega
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Laugardagur, maí 29 2010 12:45
- Skrifað af Super User
Nú fer að líða að því að hestum verður sleppt og eins og áður hefur komið fram þá höfum við fengið leifi bæjaryfirvalda til að sleppa fyrr í ár. Það er þó varasamt að "henda hestum út" eftirlitslaust sem hafa verið veikir. Dæmi eru um það að hestum sem hefur verið sleppt þegar kalt hefur verið í veðri, hafi slegið heiftarlega niður og hefur þurft að taka þá inn aftur og setja í hendur dýralæknum.
Fylgist því vel með hestunum eftir að þeim hefur verið sleppt, breiðið yfir þá eða takið aftur á hús ef mikil vosbúð er eða ef merki sjást um veikindi.