Hestapestin nýjustu upplýsingar

  Nú má lesa nýjustu fréttir og leiðbeiningar um hrossapestina á vefnum  www.mast.is  Þar kemur fram að pestin stafar af bakteríusýkingu (Streptococcus Zooepidemicus)  Þarna er einnig að finna leiðbeiningar um sóttvarnir, en ljóst er að þessi sýking er sennilega komin til að vera í íslenska hrossastofninum og er óttast að nýr faraldur breiðist út í haust eða þegar tekið verður inn.  Ráðleggingar um sóttvarnir eru eflaust ágætar, en ekki get ég séð hvernig á að útfæra þær í praksís.  Það er til dæmis lagt til að veik hross séu hýst í öðrum húsum en frísk, en við eigum jú flest aðeins eitt hesthús og þá er spurningin, þarf að byggja sjúkrahús???  Aðrar ráðleggingar eru raunhæfari, td. að moka út úr húsum og sótthreinsa þau vel áður en tekið er inn í vetur.  Það er tiltölulega einföld aðgerð að sótthreinsa með venjulegum úðabrúsa og sótthreinsidufti sem blandað er í vatn.  Stjórn Harðar mun funda um málið á næstunni og koma með tillögur og tilmæli í framhaldi af því.

Kveðja, Guðjón formaður