Í skjól fyrir jól
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 15 2010 14:27
- Skrifað af Super User
Hestar í skjól fyrir jól er verkefni sem hefur verið ýtt af stað til að styðja við eigendur hesthúsanna sem urðu eldi að bráð síðastliðið fimmtudagskvöld. Búið er að stofna facebook-síðu um verkefnið en á henni má lesa framvindu uppbyggingastarfsins og helstu upplýsingar. Smellið á myndina hér til vinstri eða á myndina fyrir ofan aðalvalmyndina.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum í verkefnið. Margar hendur vinna létt verk en skipulag er mikilvægt til þess að kraftar okkar nýtist sem best.
Áhugsömum sjálfboðaliðum er bent á að hafa samband við Sæmund í síma 699-7747 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Gott er að á tölvupósti komi fram: Hvenær þið getið lagt lið og hve
lengi, eins er ágætt að tilgreina hvað þið treystið ykkur til að gera
því verkefnin sem framundan eru eru margvísleg.
Búið er að stofna söfnunarreikning í Íslandsbanka, fyrir þá sem vilja styrkja uppbyggingarstarfið með fjárframlögum. Söfnunarreikningurinn er á kennitölu Sæmundar Eiríkssonar en talsverðan tíma tekur að fá nýja kennitölu og verður þessi háttur hafður á. Sæmundur mun halda utan um þennan lið eins og fleiri liði í uppbyggingarstarfinu :)
Söfnunarreikningur er í Íslandsbanka Mosfellsbæ:549-15-124929 kt:261249-2949
Um helgina hófst hreinsunarstarf, og ætlunin er að nota vikuna í efnisöflun og forvinnu áður en uppbygging hesthúsanna getur hafist.