Fréttatilkynning: Ráðstefna um menntamál hestamanna

Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 – 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

 Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins. Dagskrá:

Klukkan 13:00

1.         Setning

2.         Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ

3.         Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson

4.         Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson

5.         Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi

6.         Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku

Ráðstefnulok klukkan 16:00

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nefndarfundur allra nefnda Harðar

Allar nefndir Harðar komu saman til samráðsfundar í Harðarbóli.  Það var ný stjórn sem boðaði til fundarins, en á hann mættu fulltrúar frá nær öllum nefndum félagsins á milli 40 og 50 manns.  Stjórn félagsins fór yfir það sem framundan er í stórum dráttum og nefndir sögðu frá því sem þær væru að gera.  Það virðist vera að félagslífið verði með líflegra móti í ár ef marka má þann áhuga sem var á fundinum. 

Gleðilegt ár

Stjórn hestamannafélagisns Harðar óskar öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árst og þakkar fyrir árið sem nú er liðið.  Við hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Hitaveita í hesthúsahverfi

Gleðifréttir frá Mosfellsbæ


Gengið hefur verið frá samningum við verktaka um lagningu hitaveitu í hesthúshverfið að Varmárbökkum. Áætlað er að dreifikerfið verði lagt í hverfið á tímabilinu 15. júní 2008 til og með 15. september 2008. Hesthúseigendur geta frá og með 15. janúar 2008 sótt um heimæðar til Hitaveitu Mosfellsbæjar í gegnum þjónustuver í Þverholti 2. Verður þá gengið frá tengikössum inn í hús á yfirstandandi vetri. Sé sótt um heimæð fyrir 15. apríl 2008 er veittur 10% afsláttu af heimæðargjaldi. Eftir þann tíma er miðað við fullt gjald samkvæmt gjaldskrá sem er kr. 80.150,-.


Hitaveita Mosfellsbæjar

Reiðhöllin, tafir við framkvæmdir

Tafir hafa orðið á byggingu reiðhallarinnar þar sem verkfræðingar verktakans hafa ekki skilað teikningum á tilskildum tíma.  Þetta hefur leitt af sér að ekki hefur verið hægt að byrja á að smíða undirstöður og hefur ekkert verið hægt að vinna við verkið í á annan mánuð.  Smíði reiðhallarinnar er þó í fullum gangu erlendis og eru fyrstu burðarbitarnir væntanlegir til landsins í fyrstu viku  desember.  Þessar tafir eru afar leiðinlegar fyrir okkur, en við sömdum þannig við verktakann að hann átti að skila húsinu með teikningum og skil þeirra því alfarið á hans könnu.  Að öðru leiti hafa samskipti við verktakann verið mjög góð og ekki annað að sjá en þeir hafi fullan hug á að standa sig og leggja metnað í að við verðum ánægð með reiðhöllina okkar, enda mikilvægt fyrir þá að vel til takist.

 

Áætluð verklok eru  1.febrúar 2008.

Reiðhallarbygging

Nú hafa verkfræðingar reiðhallarverktakans loksins skilað inn teikningum og framkvæmdir geta því haldið áfram. Við eigum því vonandi eftir að sjá mikið gerast á næstu vikum.

Við byggjum reiðhöll

Nú er komið að því að framkvæmdir hefjist við reiðhöllina, ein grafa er þegar komin á svæðið og fleiri koma eftir helgi.  Reiknað er með að byrjað verði að grafa fyrir höllinni og flytja vegstæðið strax eftir helgi.  Þeir sem eiga kerrur á kerrustæðinu eru beðnir að færa þær fyrir mánudaginn 3. sept.  Það fylgir töluvert rask framkvæmd sem þessari, en við höfum reynt að stytta verktímann eins og hægt er og á höllin að vera risin og grófjafnað fyrir framan hana fyrir áramót. 

  Smile Farið varlega nærri framkvæmdasvæðinu. Smile

Bæjarhátíðin " Í túninu heima".

Ratleikur á hestum: Ræst verður í Laxnesi kl. 11.00 á laugardegi 25. ágúst. Riðið verður um Katlagil, þar sem silfur Egils Skallagrímssonar er falið og þaðan fyrir Mosfellið, niður bakka Leirvogsár og komið í mark við Harðarból. Vegleg verðlaun í boði í unglingaflokki og meistaraflokki. Skráning í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, s: 525 6700 og lýkur henni miðvikudaginn 22. ágúst.