Þrekþjálfun afreksfólks
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 19 2008 14:10
- Skrifað af Super User
Halldór Guðjónsson var kosinn íþróttamaður Mosfellsbæjar á uppskeruhátíð íþróttamanna í Mosfellsbæ. Þetta er mikil viðurkenning, bæði fyrir Halldór og okkur öll sem stundum þessa íþrótt. Súsanna Ólafsdóttir var tilnefnd í titilinn íþróttakona Mosfellsbæjar, ein af fjórum íþróttakonum.
Halldór er frábær íþróttamaður með mikinn metnað og dugnað í sinni íþrótt. Hann er í fremsta flokki hvar sem hann keppir, auk þess að vera frábær námsmaður sem dúxaði á reiðkennarabraut í Hólaskóla vorið 2007. Árið 2007 var honum sérstaklega afreksríkt þar sem hann náði því að verða Íslandsmeistari í 250 m skeiði.Afreksferill Halldórs í hestaíþróttum 2007
2sæti á Ístölti Akureyrar febrúar -keppti fyrir hönd Hólaskóla (boðið)
2sæti á opnu íþróttamóti á Sauðárkróki í tölti Meistara
3sæti á opnu íþróttamóti á Sauðárkróki í gæðingaskeiði
1sæti í tölti meistara á Gæðingamóti Harðar (opið tölt)
1sæti í 100m flugskeiði á Gæðingamóti Harðar (opið skeið)
1sæti í 250m skeiði á Gæðingamóti Harðar (opið skeið)
1sæti og Íslandsmeistaratitill í 250m skeiði á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
3sæti í gæðingaskeiði opinn flokkur á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
5sæti í tölti meistaraflokki á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
5-6sæti í fimmgangi opinn flokkur(varpað hlutkesti) á Íslandsmóti fullorðinna á Dalvík
Einn hestur sýndur í kynbótadómi í fyrstu verðlaun
Stóð efstur og fékk reiðkennaraverðlaunin á reiðkennarabraut Hólaskóla vorið 2007
Halldór var tilnefndur af fagráði í hrossarækt ásamt íþróttafréttamönnum, einn af 6 knöpum sem Skeiðknapi ársins sem veitt var á uppskeruhátíð hestamanna í nóvember síðastliðnum. Þetta er mikill heiður fyrir hann sem og Hestamannafélagið Hörð
Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 – 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins. Dagskrá:Klukkan 13:00
1. Setning
2. Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
3. Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson
4. Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson
5. Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi
6. Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku
Ráðstefnulok klukkan 16:00
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gleðifréttir frá Mosfellsbæ
Gengið hefur verið frá samningum við verktaka um lagningu hitaveitu í hesthúshverfið að Varmárbökkum. Áætlað er að dreifikerfið verði lagt í hverfið á tímabilinu 15. júní 2008 til og með 15. september 2008. Hesthúseigendur geta frá og með 15. janúar 2008 sótt um heimæðar til Hitaveitu Mosfellsbæjar í gegnum þjónustuver í Þverholti 2. Verður þá gengið frá tengikössum inn í hús á yfirstandandi vetri. Sé sótt um heimæð fyrir 15. apríl 2008 er veittur 10% afsláttu af heimæðargjaldi. Eftir þann tíma er miðað við fullt gjald samkvæmt gjaldskrá sem er kr. 80.150,-.
Hitaveita Mosfellsbæjar
Tafir hafa orðið á byggingu reiðhallarinnar þar sem verkfræðingar verktakans hafa ekki skilað teikningum á tilskildum tíma. Þetta hefur leitt af sér að ekki hefur verið hægt að byrja á að smíða undirstöður og hefur ekkert verið hægt að vinna við verkið í á annan mánuð. Smíði reiðhallarinnar er þó í fullum gangu erlendis og eru fyrstu burðarbitarnir væntanlegir til landsins í fyrstu viku desember. Þessar tafir eru afar leiðinlegar fyrir okkur, en við sömdum þannig við verktakann að hann átti að skila húsinu með teikningum og skil þeirra því alfarið á hans könnu. Að öðru leiti hafa samskipti við verktakann verið mjög góð og ekki annað að sjá en þeir hafi fullan hug á að standa sig og leggja metnað í að við verðum ánægð með reiðhöllina okkar, enda mikilvægt fyrir þá að vel til takist.
Áætluð verklok eru 1.febrúar 2008.