Sprengingar við Vesturlandsveg
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 29 2009 10:45
- Skrifað af Super User
Frá
og með miðvikudeginum 28.jan 2009 verður unnið við sprengingar vegna vinnu við
mislæg gatnamót við Leirvogstungu og Tungumela. Ætla má að sprengivinnan
taki 3 – 4 mánuði. Þegar sprengt er, verður það milli kl 10 og 16.
Fyrir sprengingar verða gefin hljóðmerki og aftur að sprengingu
lokinni. Hljóðmerkjum verður þannig háttað að 30 sek fyrir sprengingu
verður gefið slitrótt hljóðmerki. Að lokinni sprengingu verður gefið
samfellt hljóðmerki í 30 sek. Fyrir sprengingar verður umferð í
námunda við vinnusvæðið lokað. Það verður gert með því að loka umferð á
Hringveginum, á tengivegi úr Leirvogstungu að núverandi hringtorgi og á
Fossavegi.
Titrings kann að verða vart vegna sprenginganna í næsta nágrenni. Ef þú
hefur einhverjar ábendingar vinsamlegast hafðu samband við öryggisstjóra
verksins, Trausta Bjarnason, sem jafnfram er verkstjóri jarðvinnu í síma 840
7581.
Nokkuð var sprengt í Leirvogstungu í fyrra og að því best er vitað olli það
ekki truflun meðal hestamanna, þessar sprengingar eru talsvert fjær, austan
Vesturlandsvegar. Þó er rétt að tilkynna það hér með. Ónæði gæti einna helst
verið á reiðveginum frá brúnni yfir Leirvogsá, upp að gömlu brú og því er gott
að hafa hljóðmerki sem hér er að framan nefnt í huga, þegar riði er þá leið.
Með fyrir fram þökkum og von um gott samstarf. Bjarni Guðmundsson