Youth Camp á Íslandi 2005

Youth camp er fjölþjóðleg æskulýðshátið fyrir ungmenni á aldrinum 14-18 ára sem haldnar eru annað hvert ár. Þátttakendur koma frá öllum aðildarlöndum FEIF og geta þrír frá hverju landi tekið þátt, en sex frá Íslandi mega taka þátt í ár. Hátíðin verður haldin á Íslandi að þessu sinni, að Ármóti í Rangárþingi ytra og stendur í rúma viku, eða frá 15.-22. júlí Gist verður að Heimalandi undir vestur Eyjafjöllum. Kostnaður er 45.000.- krónur og innifalið í því er...

Nánar...

Brotist inn í hesthús!

Brotist inn í Drífubakka 1 um hábjartan dag. Þriðjudaginn 5. apríl á milli kl. 8:00 og 17:20 var brotist inn í hesthúsið að Drífubakka 1. Þjófurinn sem þar var á ferð spennti upp glugga, skreið inn og stal hnökkum og reiðtygjum. Teknir voru tveir nýjir hnakkar af tegundunum: Feldman árg. 2003 og nýr Hrímnishnakkur, svartur með dýnu, auk nokkurra beisla þ.m.t. Sindrastöngum . Upphafsstafirnir HG voru á Sindrastöngunum...

Nánar...

Járninganámskeið

Járningarnámskeið verður haldið í Hestamiðstöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ dagana 31.mars – 3. apríl (fimmtudag – sunnudags). Möguleiki á FT prófi. Kennari Valdimar Kristinsson. Upplýsingar í síma 8966753 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kæru Harðarfélagar

Nú er komið að því að mála félagsheimilið okkar, Harðarból, að innan og gera það glansandi fínt. Okkur vantar því fólk á pensla og rúllur á laugardaginn 5. mars. Veitingar í boði félagsins. Þeir sem sjá sér fært að mæta og mála hringið, fyrir laugardag, í Kolbrúnu í síma 6995178

Sjálfvirkur gjafabúnaður!

Vélsmiðja Ólafsfjarðar hefur verið að þróa nýjan sjálfvirkan gjafabúnað (stalla) fyrir hesthús. Þessi búnaður sér um að gefa aðra gjöfina hvort heldur er morgun eða kvöldgjöf. Þessir stallar eru riðfríir og taka ekki meira pláss heldur en venjulegir stallar. Við höfum einnig verið að smíða stíur úr riðfríu og galvanseruðu stáli. Það má sjá há-upplausna myndir á slóðinni: http://frontpage.simnet.is/velo/stallar.htm