- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 27 2007 06:35
-
Skrifað af Stjórnin
Sæl hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu!
Við í Sörla ætlum að blása til glæsilegrar folaldasýningar laugardaginn 3.
febrúar nk. Við hvetjum félaga í nágrannahestamannafélögunum að koma með
sín folöld og sína okkur hvað þau geta.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 27 2007 06:34
-
Skrifað af Stjórnin
Laugardaginn 3.febrúar verður ekta ilmandi íslensk kjötsúpa, krydduð með smá grobbi á tilboðsverði hjá Jósölum, 800 kr.
Öllu svo skolað niður með köldum öl á 500 kr.
Heitur heimelis matur í boði í hádeginu alla daga, kaffi og kökur á boðstólum.
Hægt að sleppa hestum í gerði og brynna þeim, hægt að kaupa handa þeim tuggu líka ef að komið er langt að!
Framvegis verður kjötsúpa alltaf á boðstólum á Laugardögum, 900 kr á mann.
Verið velkomin.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 10 2007 08:50
-
Skrifað af Stjórnin
Dr. Björn Steinbjörnsson, dýralæknir, opnar innan skamms hestaspítala í
Mosfellsbæ, nánar tiltekið að Fluguvöllum 2a, Varmárbökkum, á svæði Harðar
í Mosfellsbæ. Sjá nánar:
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Veffang: www.hestalaeknir.is
Sími: 892 4434
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 21 2006 10:09
-
Skrifað af Stjórnin
Við minnum á aðalfund félagasins sem verður haldinn í Harðarbóli kl. 20.00 miðvikudaginn 22.nóvember.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 21 2006 09:55
-
Skrifað af Stjórnin
Gengið hefur verið frá samningum við nýja eigendur reiðhallarinnar sem nú heitir Hestamiðstöðin Hestasýn(áður Hindisvík). Þeir félagsmenn Harðar sem hafa greitt félagsgjöldin hafa aðgang að höllinni frá 2.janúar 2007 til 30.maí 2007, en hún verður opin fyrir félagsmenn frá kl. 18.00 til 23.00 á virkum dögum og frá 14.00 til 20.00 um helgar. Reiðnámskeið barna, unglinga og ungmenna hafa þó forgang, sem og reiðnámskeið á vegum félagsins. Félagsmönnum er heimilt að vera með reiðkennara með sér í höllinni í einkatímum, en að öðru leiti er reiðkennsla í höllinni óheimil án skriflegs samþykkis fræðslunefndar félagsins. Við minnum á umferðarreglur í reiðhöll sem eru á link hér til vinstri.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 08 2006 08:18
-
Skrifað af Stjórnin
Hin árlega kirkjureið Harðarfélaga verður endurvakin n.k. sunnudag, þann 14.maí. Riðið verður frá hesthúsahverfinu kl. 13.00. Sr.Ragnheiður Jónsdóttir flytur guðsþjónustu í Mosfellskirkju kl. 14.00. Í messunni verður skírt barn, og einn Harðarfélagi, Saga Guðmundsdóttir, verður fermd. Að guðsþjónustu lokinni verður riðið heim og öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í Harðarbóli. Kirkjukaffið er í boði Harðar og fermingarbarnsins.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 06 2006 02:15
-
Skrifað af Stjórnin
Getum ennþá tekið við nokkrum hestum í sumar- og haust haga á Efra-Skarð í Svínadal, Hvalfjarðarsveit. Góð beit í innan við klukkustundarakstri frá Reykjavík. Ágætar reiðleiðir á svæðinu og aðgengi að hrossunum gott frá þjóðveginum.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Ólafsson í sím 898 1206
og Eva Magnúsdóttir 8926011.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 31 2006 03:15
-
Skrifað af Stjórnin
Nú geta allir Harðarfélagar skráð sig í WorldFeng endurgjaldslaust með því að smella á hnappinn hér neðst til hægri á síðunni og fylla út umsóknareyðublaðið. WorldFengur er með lista yfir þá félaga sem greitt hafa félagsgjaldið fyrir 2006 og oppna þá fyrir aðgang. Athugið að við sendum nýjan lista yfir skuldlausa félaga til WF daglega næstu viku,eða til 7.apríl en einu sinni í viku eftir það.
Við vonum að sem flestir nýti sér þessa nýju þjónustu við félagsmenn og hafi bæði gagn og gaman að.
Með kveðju Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 15 2006 08:48
-
Skrifað af Stjórnin
Þolreið frá Víðidal í Laxnes, verður haldin laugardaginn 20. maí.
Mæting klukkan 11:00 í reiðhöllina í Víðidal í læknisskoðun....
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 26 2006 05:55
-
Skrifað af Stjórnin
Ég var í harðarbói þann 18.Mars í verðlaunakynningunum , og mér vantar skóinn minn
sem var
tekinn i misgripum þann dag...
Nánar...