- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 19 2008 14:10
-
Skrifað af Super User
Mosfellsbær og íþróttafélögin í Mosfellsbæ hafa gert samning við líkamsræktarstöðina Eldingu, sem er í íþróttahúsinu við Varmárskóla. Samningurinn felur í sér að Mosfellsbær greiðir Eldingu fyrir ákveðin fjölda tíma til handa afreksfólki íþróttafélagana sem íþróttafélögin síðan ráðstafa til sinna afreksmanna. Lögð verður áhersla á þrekþjálfun og Olympiskar lyfitngar undir stjórn þeirra Hjalta Ursusar kraftakarls og Höllu Heimisdóttir líðheilsufræðings. Þeir sem koma til greina verða að keppa fyrir Hörð og vera í unglinga, ungmenna eða fullorðinsflokki. Farið verður eftir stigagjafarreglum félagsins, þeim sömu og eru notaðar til að velja íþróttamann Harðar og árangri í öðrum hestaíþróttakeppnum, þolreið, fimi o.s.frv.. Áhugasamir sendi tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um aldur og stigafjölda árið 2007 og/ eða annan árangur í hestaíþróttum. Til að byrja með getum við ráðstafað 10 kortum.