Kvefpestin - opin fræðslufundur
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Þriðjudagur, maí 18 2010 15:22
- Skrifað af Super User
Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á opinn fræðslufund um kvefpestina sem geisar í hrossastofninum þessa dagana. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma mun halda erindi og svara fyrirspurnum um veikina. Vilhjálmur Svanson, dýralæknir á Keldum mun sennilega koma og fræða okkur um greiningar ofl. á veikinni.
Staður: Reiðhöllin í Víðidal Tími: Fimmtudaginn 20. maí kl. 20.30 Frítt inn og allir velkomnir – veitingar seldar á staðnum.
Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Sóti og Sörli