Aðstoð við þá sem lentu í brunanum
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 15 2010 14:31
- Skrifað af Super User
Á stjórnarfundi þann 13.nóv. var ákveðið að félagið aðstoðaði þá hesthúseigendur sem lentu í þeirri skelfingu að hesthúsin þeirra brunnu. Húsin voru öll með lágt brunabótamat, eins og önnur hús á svæðinu (nokkuð sem við þurfum að skoða). Ástæðan fyrir því að við viljum aðstoða er sú að öll finnum við fyrir samkennd með þeim sem í þessu lentu og viljum hjálpa, en einnig viljum við stuðla að því að uppbyggingin fari strax af stað og verði lokið sem fyrst, að stefnt verði að því að hestar verði komnir í hús fyri jól. Aðstoðin verður þó háð nokkrum megin reglum, þar sem um hús í einkaeign er að ræða, og er fyrirfram skilgreind þannig að hún taki ekki frá félaginu sem slíku. Aðstoð Harðar verður í megindráttum þessi:
- Aðstoð við hreinsun rústa.
- Aðstoð við að semja við byrgja um kaup á byggingarefnum á kostnaðarverði
- Hvetjum félagsmenn að mæta í sjáflboðavinnu (amish vinnu) á tilteknum tímum
- Hvetjum alla til að leggja málinu lið, annaðhvort með sjálfboðavinnu eða fjárframlagi á sérstakan reikning sem stofnaður hefur verið um málið.
- Kvennadeildin ætlar að sjá um mat og kaffi í Harðarbóli fyrir sjálfboðaliða, (hráefni verður aflað sérstaklega og ekki kostað af Herði )
- Harðarból stendur hópnum til reiðu til skrafs og ráðagerða
Megin þunginn verður lagður á að klára húsin að utan og 1 hæðina að innan þannig að hægt sé að taka inn hesta, ekki er gert ráð fyrir því formlega af hálfu Harðar að sjálfboðaliðar hjálpi til við innréttingar á efri hæð.
Í lokin skal það tekið fram að engir beinir fjármunir verða teknir í þetta mál frá Herði og mun Hörður ekki blanda sér i fjármál byggingarinnar, enda er hér um húsnæði í einkaeign að ræða. Einnig að þessi aðstoð mun ekki hafa nein neikvæð áhrif á starf Harðar, þvert á móti mun þetta þjappa fólki saman og efla félagsandann og samheldnina.
Tökum höndum saman og komum hestum í húsin fyrir jól
Guðjón formaður.