Hestar fyrir kennslu fatlaðra
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, janúar 10 2011 14:23
- Skrifað af Super User
Búið er að leysa hestaþörfina fyrir kennslu og þjálfun fatlaðra, en það tókst á þann hátt að fyrirtækið Hestmennt ehf, sem er í eigu þeirra Beggu og Tótu leggur til 3 hesta sem henta í starfið auk þess að þær leggja til húsnæðið fyrir þá fram á vor. Hestalist ehf gefur spón undir hestana og Bessi heysali gefur hey fyrir hestana fram á vor. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta rausnalega framlag til málefnisins, en með því eru mest aðkallandi málin leyst og ekkert því til fyrirstöðu að við getum hafið kennslu og þjálfun fyrir fatlaða hér í Herði í byrjun febrúar og verða þau námskeið aulýst ásamt öðrum námskeiðum fljótlega.
Svona hefst þetta allt þegar allir leggjast á eitt !