Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011 til Hestamannafélagsins Harðar

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011Það er sönn ánægja að tilkynna að Hestamannafélagið Hörður vann til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.

Félagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.Hvatningarverðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert. Verðlaunin eru afhent í fimmta sinn og veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki og ein verðlaun voru veitt í hverjum þeirra.

Hefur þú tíma aflögu til að vinna í frábæru umhverfi með frábæru fólki?

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna í pdfSjálfboðaliðar óskast til að vinna á reiðnámskeiði fyrir fötluð börn- og ungmenni hjá Hestamannafélaginu Herði í vetur.

Námskeiðin verða alls fjögur fram að áramótum og kennt er 1 sinni í viku á mánudögum frá kl. 14:45 - 15:45 og  1 sinni í viku á föstudögum frá kl. 14:45 - 15:45. Hvert námskeið eru 5 skipti í senn. Kennt er í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Námskeiðin byrja mánudaginn 19.september 2011.

Nánar...

Keppnismót fatlaðra ungmenna 2011

Keppnismót fatlaðra ungmenna verður haldið föstudaginn 27. maí 2011
kl. 17:00 í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Keppnin er fimimót og er haft til viðmiðunar keppnisreglur frá

alþjóðlegum samböndum sem sérhæfa sig í keppnishaldi fyrir fatlaða
reiðmenn eða International Para-Equestrian Association.  Keppt er í
mismunandi fötlunarflokkum. Mótið er haldið í fyrsta sinn á Íslandi og
verður vonandi hvatning fyrir alla þá sem eiga við einhvers konar
fötlun að stríða og hafa áhuga á hestamennsku sem keppnisíþrótt meðal
annars.

Nánar...

Nefndafundur Harðar 10.janúar Harðar 2013

Nefndafundur 10.janúar 2013.

Nefndarfundur verður haldinn 10.janúar 2013.  Þá koma nefndir félagsins og hitta stjórnina, gera grein fyrir breytingum á nefndinni og því sem framundan er.  Hér fyrir neðan hefur hverri nefnd verið gefinn tími og vonumst við til þess að  tímaáætlun haldi sér.


Nánar...

Aðstoðarmenn óskast á reiðnámskeið

Okkur vantar galvaska og hressa aðstoðarmenn til að aðstoða á
reiðnámskeiði fyrir fatlaða sem eru nú í fullum gangi!
Ef þú getur lagt okkur lið í klukkutíma mánudaga EÐA föstudaga  15:30
- 16:30 þá myndum við endilega vilja heyra í þér :)

Hafið samband ef þið viljið aðstoða okkur eða vitið um einhverja sem
hugsanlega hefðu getu og áhuga.

Fræðslunefnd fatlaðra
s: 8997299

Hin árlega áramótareið

Kæru félagar, minni ykkur á ármótareiðina á gamlársdag, lagt verður af stað frá naflanum kl 12:00 endilega fjölmennum og eigum góða stund saman í Varmadal áður en þetta góða ár 2012 endar :)

Stjórnin

Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

thumb_kafagrasHestamannafélagið Hörður býður upp á 5 vikna reiðnámskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ fyrir börn og ungmenni með fötlun í samstarfi við Hestamennt ehf.

Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:

Nánar...

Takk fyrir mig

Kæru  Harðarfélagar

Nú er tími til að kveðja. Ég er búinn að sitja í stjórn félagsins í bráðum tíu ár og þar af sem formaður í fimm og hafa aðeins tveir af þeim 18 formönnum sem stýrt hafa Herði gegnum tíðina setið lengur.   Þau verk sem ég einsetti mér að vinna eru í höfn, ég er svo að segja búinn að krossa við allt á mínum verkefnalista.  Þá er rétt að aðrir taki við keflinu og færi það inn í nýja og spennandi tíma, en ég mun ekki gefa kost á mér sem formaður félagsins á aðalfundi félagsins sem er í kvöld.  

Það er þó með nokkrum trega að ég kveð, því Hestamannafélagið Hörður er mér afar kært og hefur fært mér og minni fjölskyldu ótaldar ánægjustundir.  Ég vil þakka ykkur öllum sem starfað hafa með mér fyrir frábært samstarf og samstöðu í gegnum súrt og sætt, en þessi ár sem við höfum starfað saman hafa reynst Herði ákaflega gjöful bæði félagslega og fjárhagslega þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem hafa ríkt hjá okkur sem þjóð.

Takk fyrir mig, Guðjón Magnússon