- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd fatlaðra
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 28 2011 17:30
-
Skrifað af Super User
Hestamannafélagið Hörður býður upp á 5 vikna reiðnámskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ fyrir börn og ungmenni með fötlun í samstarfi við Hestamennt ehf.
Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.
Markmið námskeiðsins:
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 17 2012 17:43
-
Skrifað af Super User
Kæru Harðarfélagar
Nú er tími til að
kveðja. Ég er búinn að sitja í stjórn félagsins í bráðum tíu ár og þar af sem
formaður í fimm og hafa aðeins tveir af þeim 18 formönnum sem stýrt hafa Herði
gegnum tíðina setið lengur. Þau verk sem ég einsetti mér að vinna
eru í höfn, ég er svo að segja búinn að krossa við allt á mínum
verkefnalista. Þá er rétt að aðrir taki við keflinu og færi það inn í
nýja og spennandi tíma, en ég mun ekki gefa kost á mér sem formaður félagsins á
aðalfundi félagsins sem er í kvöld.
Það
er þó með nokkrum trega að ég kveð, því Hestamannafélagið Hörður er mér afar
kært og hefur fært mér og minni fjölskyldu ótaldar ánægjustundir. Ég vil þakka ykkur öllum sem starfað hafa með
mér fyrir frábært samstarf og samstöðu í gegnum súrt og sætt, en þessi ár sem
við höfum starfað saman hafa reynst Herði ákaflega gjöful bæði félagslega og fjárhagslega
þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem hafa ríkt hjá okkur sem þjóð.
Takk fyrir mig,
Guðjón Magnússon