- Nánar
-
Flokkur: Mótanefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 08 2006 02:01
-
Skrifað af Mótanefnd
Það er komið að því
- Áskorendamót Riddara norðursins
Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi og skeiði.... Þann 18. mars næstkomandi, í reiðhöllinni Svaðastaðir, kemur í ljós hver stendur uppi sem sigurvegari! Mun Þorbjörn á Möðrufelli og félagar koma sjá og sigra annað árið í röð? Hvað mætir landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson með norður? Þora reiðkennararnir á Hólum að mæta? Eitt er víst að Tröllheimamenn eru klárir með sitt lið og Flugumýrarbóndinn einnig! Það er alveg öruggt að erfitt verður að sigra Riddarana þetta árið því þeir eru með vígalið.
Meðal sýningaratriða verða Týr frá Skeiðháholti, betur þekktur sem síðasti Hrafnssonurinn. Albróðir heimsmeistarans í tölti mætir einnig, Farsæll frá Íbishóli.
1500 kr. inn. Ábær sér um forsölu aðgöngumiða.